Aðalfundur BÍL verður haldinn í Iðnó 8. febrúar 2014

Þann 8. janúar sl. var sent út boð á aðalfund Bandalags íslenskra listamanna 2014. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 8. febrúar 2014 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:30.

Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest
  3. Skýrsla forseta um starf BÍL 2013
  4. Ársreikningar 2013
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga (til tveggja ára)
  6. Kosning forseta (til tveggja ára)
  7. Lagabreytingartillaga, 8. grein laganna
  8. Starfsáætlun 2014
  9. Ályktanir
  10. Önnur mál

Stjórn BÍL leggur fram eftirfarandi tillögu til breytinga á 8. grein laganna:
Sérhverju aðildarfélagi ber að innheimta hjá félagsmönnum árstillag, sem nemur kr. 450.- m.v. verðlag í janúar 2014, til sameiginlegrar sterfsemi BÍL. Árstillagið tekur breytingum m.v. vísitölu neysluverðs.

Forseti verður kjörinn til næstu tveggja ára og hefur Kolbrún Halldórsdóttir ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs. Skoðunarmenn reikninga hafa verið Ragnheiður Tryggvadóttir og Sigurgeir Sigmundsson.

Þegar fundinum lýkur verður borin fram hádegishressing og kl. 14:00 hefst málþing sem fjallar um það með hvaða hætti listafólk getur auðgað samfélagið, ekki einungis gegnum listræna sköpun heldur með skapandi nálgun fjölbreyttra verkefna í öðrum greinum atvinnulífs. Málþinginu lýkur kl. 16:00 með móttöku í boði BÍL. Málþingið er öllum opið og verður sérstök tilkynning send formönnum aðildarfélaganna til dreifingar á félagsmenn.

Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt. Formenn eru minntir á að senda inn þátttökulista í síðasta lagi viku fyrir aðalfund, þ.e. 1. febrúar nk.