Aðalfundur BIL verður haldinn laugardaginn 9. febrúar 2013 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Lögmæti fundarins kannað og staðfest
- Skýrsla forseta um starf BÍL 2012
- Ársreikningar 2012
- Starfsáætlun 2013
- Ályktanir
- Önnur mál
Þegar fundinum lýkur verður borin fram hádegishressing og kl. 13:30 hefst málþing um listir og skapandi greinar; Skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna. Því lýkur kl. 15:30 með móttöku í boði BÍL. Málþingið er öllum opið.
Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.