Aðalfundur BIL verður haldinn laugardaginn 9. febrúar 2013 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest
  3. Skýrsla forseta um starf BÍL 2012
  4. Ársreikningar 2012
  5. Starfsáætlun 2013
  6. Ályktanir
  7. Önnur mál

Þegar fundinum lýkur verður borin fram hádegishressing og kl. 13:30 hefst málþing um listir og skapandi greinar; Skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna. Því lýkur kl. 15:30 með móttöku í boði BÍL. Málþingið er öllum opið.

Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.