Boðað hefur verið til aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna:

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna verður haldinn laugardaginn 28. janúar 2012 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf og að þeim loknum verður málþing um málefni tengd höfundarrétti.

Dagskrá fundarins, ásamt tillögum til lagabreytinga, verður send út skv. lögum BÍL eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á fundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins.

Allir félagsmenn í aðildarfélögunum eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.