Aðalfundur BÍL – Bandalags íslenskra listamanna verður haldinn í Iðnó 22. janúar nk. kl. 12:00 – 15:00. Að loknum aðalfundinum verður blásið til málþings um menningarstefnu. Dagskráin verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest

3. Skýrsla forseta og formanna aðildarfélaga

4. Ársreikningar lagðir fram til samþykkis

5. Lagabreytingar

6. Starfsáætlun 2011

7. Ályktanir

8. Önnur mál

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í þrjár klukkustundir, frá 12:00 – 15:00. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á fundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði á fundinum. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.

Að loknum aðalfundarstörfum verður boðið til málþings um menningarstefnu. Málþingið er öllum opið og verður félögum aðildarfélaga BÍL send tilkynning um málþingið, sem standa mun í tvær klukkustundir, frá kl. 15:00 – 17:00. Menntamálaráðherra hefur staðfest þátttöku í málþinginu og unnið er að því að fá fjóra gesti til viðbótar. Að loknu málþinginu verður boðið upp á léttar veitingar.