Stjórn FÍLD var þannig skipuð:
Arndís Benediktsdóttir, formaður
Heba Eyr Keld, varaformaður
Kara Hergils/Tinna Grétarsdóttir, gjaldkeri
Halla Þórðardóttir, ritari
Guðmundur Helgason, meðstjórnandi
Varamenn stjórnar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Bryndís Einarsdóttir

FÍLD á fulltrúa í eftirtöldum ráðum og stjórnum:
Bandalag íslenskra listamanna: Guðmundur Helgason
Íslenski dansflokkurinn: Marta Nordal (Varamaður: Stefán Jónsson)
Sviðslistarsamband Íslands: Arndís Benediktsdóttir
Fulltrúaráð listahátíðar í Reykjavík: Kara Hergils
Gríman – Íslensku Sviðlistarverðlaunin: Einn fulltrúi (og einn varamaður)

Aðalfundur félagsins 2016 var haldinn 10.janúar og voru þá skipti á stjórnarmeðlimum. Ásgeir Helgi Magnússon lét af formannastörfum eftir eitt ár vegna anna og tók Arndís Benediktsdóttir við til eins árs. Katrín Ingvadóttir hætti sem varaformaður og tók Heba Eir Keld við til tveggja ára. Kara Hergils tók við gjaldkerastarfinu af Tinnu Grétarsdóttur til tveggja ára (skiptin hafa þó ekki formlega átt sér stað en Kara hefur samt sem áður tekið þátt í stjórnarstörfum). Guðmundur Helgason kom inn í stjórn sem meðstjórnandi til eins árs í stað Lovísu Gunnarsdóttur sem tók sæti varamanns.

Nýja stjórnin byrjaði með miklum eldmóð og fundaði reglulega. Þau byrjuðu að skoða stöðu félagsins, kynna sér málefnin og forgangsraða. Vefsíðan dance.is og facebook hópurinn “Fíld félagsmenn” var áhugaefni og var reynt að uppfæra þá liði og hreinsa. Það þyrfti að vinna mun betur í því og leggur stjórn til að annar meðstjórnandi taki að sér að halda um þessar síður þar sem sá aðili er einnig virkur á stjórnarfundum.

Fyrir utan hefðbundna stjórnarfundi sækja stjórnarmeðlimir fundi í fulltrúaráði SSÍ og Listahátíðar í Reykjavík og mánaðarlega stjórnarfundi BÍL.
Á liðnu starfsári hafa ófá mál verið á döfinni hjá félaginu auk þess sem félagar hafa leitað til stjórnar með hagsmuna og réttindamál.

Barnamenningarhátíðin var haldin 21.-26. apríl í glæsilega Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í fimmta sinn sem þessi hátið var haldin og erum við stolt að taka að okkur opnunarkvöldið. Fíld var í góðu sambandi við hátíðarstjórnendur, skólana sem tóku þátt og skipulögðu allt sem við kom kvöldinu. Kara Hergils stóð sig reglulega vel þar og gékk hátiðin glimrandi vel. Í ár verður opnunardagur Barnamenningarhátíðarinnar 25.apríl og hefur Harpa Rut verkefnastjóri Barnamenningar nú þegar haft samband og lýst því hversu mikilvægur liður við erum orðin í hátíðinni.

Sviðslistasamband Íslands (SSÍ) endurskoðuðu heildarfyrirkomulag Grímunar. Núna virkar það þannig að aðeins 9 aðilar skipa Grímunefnd og þurfa þessir aðilar að sjá allar sýningar yfir árið. Funda þessir 9 svo saman þar sem þeir geta rökrætt sínar ákvarðanir um verkin og samræmt þannig betur ákvarðanir sínar. Haldnir eru 2 fundir til að ræða tilnefningar og síðan er kosið fyrst innan nefndar og svo er seinni kosningin opin þeim sem tryggja sér atkvæðisrétt.
Fíld er með einn meðlim og Danshöfundarfélagið annan
Félag íslenskra leikara (FÍL): 2
Félag leikstjóra á Íslandi (FLÍ): 1
Félag leikmynda- og búningahönnuða 1
Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH): 1
Félag tæknimanna í rafiðnaði (FTR): 1
Stjórn Sviðslistasambands Íslands (SSÍ): 1

Um vorið 2016 var haft samband við Fíld frá dansara Mamma Mía. Sá dansari hafði áhyggjur af samningi sínum við Borgarleikhúsið og vildi fá aðstoð. Arndís fór á fund með þeim dansara og var málið alvarlegt þar sem þessir samningar reyndust vera ólöglegir. Enn og aftur erum við “dansarar” að fá svona óviðeigandi viðurkenningu. Þetta mál var í vinnslu til lok ágúst. Margir fundir voru haldnir til að vinna úr þessu, til að mynda við fleiri dansara, Borgarleikhússtjóra og framkvæmdastjóra, lögfræðing BHM, Fíl og fl.

Einnig sendi Fíld formlegt bréf til Borgarleikhússtjóra þar sem hún var vinsamlegast beðin um að svara dönsurum eftir langan biðtíma eftir svari um framtíð þeirra í sýningunni. Að lokum voru gerðir nýjir samningar þar sem þau fengu betri kjör en voru samt sem áður langt fyrir neðan leikaralaunin. Þetta er mál sem minnir okkur á hversu mikilvægt það er að Fíld nái samningum við leikhúsin í framtíðinni.

Árlega Sólókeppnin var haldin 16. október síðastliðinn. Alls tóku 9 dansarar þátt og gekk keppnin vonum framar. Guðbjörg Astrid Skúladóttir var búin að bjóða fram húsnæði Klassíska Listdansskólans fyrir keppnina þar sem að síðastliðin ár hefur keppnin verið haldin í Listdansskóla Íslands. Því miður kom upp sú staða rétt fyrir keppnina að ekki var hægt að halda hana þar og hún því færð í Listdansskóla Ísland og þurfti því að leigja áhorfendapalla. Listdansskóli Íslands lagði út fyrir þeim kostnaði ásamt ýmsu öðru smálegu. Þær þrjár sem voru valdar til að fara út til Falun stunda nú æfingar á fullu en keppnin fer fram 17.-18. mars næstkomandi.

Á starfsárinu 2015-2016 var unnið flott verkefni þar sem Fíld meðlimir fengu aðgang að BHM. Hér er smá klausa sem fram kom í ársskýrslunni það árið:

“Allir sjálfsstættstarfandi dansarar geta greitt í BHM ef þeir kjósa svo og notið þeirra fríðinda sem þar bjóðast. Sem stendur greiða fjórir félagar í BHM. Aðildagjöld FÍLD að Bandalagi háskólamanna er 150.000 og það er nokkuð ljóst að það er félaginu þungur baggi að halda uppi þessari þjónustu ef ekki fleiri félagar kjósa að nýta sér hana”.

Ákveðið var fyrir starfsárið 2016-2017 að sjá hvernig þetta mál myndi þróast og hvort fleiri meðlimir myndu nýta sér þetta. Að okkar bestu vitund eru enn aðeins fjórir meðlimir að greiða, því er þetta mikilvægt mál sem framtíðar stjórn þarf að skoða vel.

Staða Listdansskólanna hefur lítið breyst á þessu ári.

SSÍ boðaði til fundar í desembermánuði. Á þeim fundi sátu formenn Fíld, DFÍ, FÍL, FLÍ og RSÍ. Var lögð sú tillaga að búa til regnhlífasamtök fyrir fagfélögin til að auðvelda til að mynda samningsviðræður við opinberar stofnanir. Félagsmenn hefðu aðgang að alls kyns sjóðum, gætu leitað til einstaklinga sem væru á launum samtakanna og fl. Ársgjaldið yrði í það minnsta 24.þúsund á ári, töluverð hækkun fyrir Fíld meðlimi en myndi hugsanlega veita þeim betri kjör en þau hafa í dag.
Einnig hefur Birna Hafsteins (FÍL) lýst eftir áhuga að fá sjálfstætt starfandi dansara aftur inn í FÍL og berjast fyrir betri samningum fyrir þá hjá opinberu leikhúsunum. Nú er það í okkar höndum að sameinast og finna þá bestu leið fyrir félagið okkar.

Formaður Félags íslenskra listdansara,
Arndís Benediktsdóttir