Stjórn FLB var þannig skipuð:
Rebekka A. Ingimundardóttir formaður (síðan 2011)
Þorvaldur Böðvar Jónsson ritari (síðan 2011)
Úlfur Grönvold gjaldkeri. (síðan 2011)
Þórunn María Jónsdóttir (síðan 2012)
Þórunn S Þorgímsdóttir varamaður(síðan 2016)
Félagar í FLB voru 67 talsins í árslok 2016 en þó ekki allir fast starfandi við fagið. Stjórnin vinnur jafnt og þétt að því að kynna félagið fyrir nýjum félagsmönnum og var ein ný umsókn samþykkt árið 2016. Félagsmönnum hefur fjölgað um meira en helming á síðustu 6 árum. FLB er fagfélag leikmynda- og búningahöfunda og er sameiginlegur vettvangur til að örva samstarf og kynningu á verkum félagsmanna sem og standa vörð um réttindamál þeirra.
Félagið á fulltrúa í eftirtöldum stjórnum, félögum og stofnunum:
Bandalagi íslenskra listamanna: Rebekka A. Ingimundardóttir
Sviðslistasambandi Íslands: Rebekka A. Ingimundardóttir
Leikminjasafni Íslands: Hlín Gunnarsdóttir, varamaður Egill Ingibergsson
Grímunni, íslensku leiklistarverðlaunin: Rebekka A. Ingimundardóttir
Myndstefi: Þórunn María Jónsdóttir.
Á starfsárinu 2016 – 2017 mun stjórn FLB leggja áherslu á að gera starf leikmynda- og búningahöfunda sýnilegra. Stefnt er á áframhaldandi umræður og vakningu meðal félagsmanna.
Vorið 2011 tók stjórnin upp svokallaða símenntunarstefnu en tilgangurinn með henni er að bjóða upp á kynningar, fyrirlestra og námskeið sem gætu reynst félagsmönnum gagnleg í sinni sköpun og vinnu. Framundan, á árinu 2017, er fyrirlestur um öryggismál á vinnustöðum. Einnig stendur til að bjóða félagsmönnum á sýninguna Fórn, sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í vor, með leiðsögn og kynningu á vinnslu verksins.
Heiðursfélögum FLB fer fjölgandi. Heiðurfélagi FLB er sæmdur Stór Yddarakrossi en það er heiðursorða sem afhent er við hátíðlega athöfn á aðalfundi. Stjórn FLB vinnur að krýningu verðandi heiðursfélaga á árinu 2017. Heiðursfélagar FLB til þessa eru: Sigurjón Jóhannsson Steinþór Sigurðsson og Messíana Tómasdóttir. Einn heiðursfélagi Jón (Mínus) Þórisson lést á árinu, þ. 1. janúar 2016.
Reykjavík í janúar 2017,
Rebekka A. Ingimundardóttir, formaður FLB