Samantekt FTT, Félags tónskálda og textahöfunda fyrir aðalfund Bandalags íslenskra listamanna í Iðnó laugardaginn 9.febrúar 2013.

Stjórn FTT skipa:
Jakob Frímann Magnússon, formaður
Sigurður Flosason, varaformaður
Samúel Jón Samúelsson
Helgi Björnsson
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Hafdís Huld Þrastardóttir
Jónas Sigurðsson

Framkvæmdastjóri:
Jón Ólafsson

Félagsmenn eru 371
Félagsgjöld eru kr.6.000 og kr. 10.000

Helstu markmið FTT á árinu 2012:

a) Að halda áfram því starfi sem lýtur að því að efla enn frekar hlut hryntónlistar á ljósvakamiðlum.

b) Að veita höfundum íslenskra texta við erlend lög áframhaldandi atfylgi

c) Að bæta skattalegt umhverfi tónskálda og textahöfunda

d) Að halda á lofti verkum félagsmanna FTT með tónleikahaldi, nótnaheftaútgáfu og Söngvaskáldakvöldum

e) Að leita leiða til að bæta höfundum það tjón sem þeir verða fyrir vegna ólöglegs niðurhals á tónlist.

Viðburðaalmanak FTT 2012:

  • Ingibjörg Þorbergs, heiðursfélagi FTT, varð 85 ára á árinu.
  • Þórir Baldursson, heiðursfélagi FTT, var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, Forseta Íslands.
  • Fuglabúr FTT í samvinnu við Rás 2 og Reykjavík Grapevine á Café Rósenberg og á degi ísl.tónlistar í Hörpunni.
  • Garðveisla FTT í júlí
  • Fræðslukvöld
  • Off-venue tónleikar á Iceland Airwaves
  • Skipulag Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunanna (Harpa Awards) og Evrópuþings tónskálda (ECSA) í október.

Helstu samstarfsverkefni:

SAMTÓNN = STEF + SFH
Íslensku tónlistarverðlaunin
Dagur íslenskrar tónlistar
Hljómgrunnur
ÚTÓN
Airwaves
Útflutnings- og þróunarsjóður
Reykjavík Loftbrú (ásamt Reykjavíkurborg og Icelandair)
BÍL
Listahátíð í Reykjavík
Samráð við borgarstjórn og ríkisstjórn

Skipan fulltrúa í Tónlistarsjóð, Listamannasjóð, úthlutunarnefnd Menningar- og ferðamálaráðs, Tónskáldasjóð Rásar 2, Tónskáldarsjóð 365, Ferðasjóðs STEFs, Kvikmyndartónlistarráðs, Leikhústónlistarráðs, IHM kassettusjóðs, Dómnefnd Eurovisjón o.fl.

STEF – Fortíð, nútíð og framtíð:

NPU – Samtök norrænna hryntónskáldafélaga

APCOE (ECSA, ECF, FFACE) Evrópsk samtök

CIAM, Alþjóðleg höfundafélagasamtök

CISAC Alþjóðleg innheimtumiðstöðvasamtök