Í dag var haldinn aðalfundur BÍL og málþing í tengslum við hann. Allt heppnaðist þetta funda- og þinghald afar vel. Framsögumenn á málþingi um Sjálfstæðisbarátu 21. aldarinnar, voru hver öðrum betri í glímunni við að svara spurningunni um það hvort listirnar, menningin og þjóðin þörfnuðust sjálfstæðs menningarmálaráðuneytis? Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í málþinginu og taldi hugmyndina vel þess virði að gefa henni gaum. Erindin á málþinginu voru kvikmynduð og verða aðgengileg á síðunni innan skamms.

Aðalfundur BÍL samþykkti starfsáætlun fyrir árið 2015 og tillögu að sóknaráætlun í skapandi greinum, sem stjórn BÍL lagði fyrir fundinn. Þessi skjöl eru aðgengiðleg á síðunni og verða kynnt stjórnvöldum formlega á næstu dögum.