Stjórn BÍL kom saman til fundar í gær 8. febrúar. Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var starfsáætlun stjórnar fyrir 2010:

Opinber stefna í menningu og listum, áframhaldandi vinna í samstarfi við Háskólann á Bifröst og menntamálaráðuneytið.

Þjóðhagslegur ágóði listanna, leita leiða til að fá metið framlag listastarfsemi og hinna skapandi greina til þjóðarbúsins.

Kjör listamanna; skattlagning tekna vegna endursölu hugverka, meðhöndlun ríkisskattstjóra á tekjum listamanna og mat skattstjóra á verktakagreiðslum listamanna.

Ímynd BÍL könnuð og viðhorf til lista/listamanna, ný heimasíða, nýtt lógó.

Sjóræningjastarfsemi á netinu, stuldur hugverka og réttarstaða listamanna, skoða lagalega stöðu.

Lottómál, halda áfram umræðu um möguleika listgreinanna á fjárhagsstuðningi gegnum lottó, mögulega nýtt lottó –Lottó listanna.

Fjáröflun til starfsemi BÍL, leita leiða til að styrkja fjárhagsstöðu BÍL, undirbúa hækkun aðildargjalda og endurnýjun samninga BÍL við borg og ríki.

Greining hagsmuna BÍL og þeirra sem kallast geta hagsmunaaðilar í starfi BÍL.

Stefnumót skapandi greina, fundur um stöðu, möguleika og framtíðarsýn þeirra sem starfa innan listageirans.