Árið 2009 hefur verið undarlegt hjá Félagi Íslenskra Leikara eins og væntanlega hjá fleiri aðildarfélögum BÍL.Ótti og óvissa um framtíð listarinnar var og er mikil meðal minna félagsmanna , menn óttuðust atvinnuleysi í greininni, hætt yrði við verkefni – fækkað yrði stöðum við stofnannaleikhúsin, útvarpsleikhúsinu var lokað lungann úr árinu og lítið var framleitt af innlendu leiknu efni á sjónvarpstöðvunum, en þó var ljósið í myrkrinu að um talsverða framleiðslu var á nýjum kvikmyndum – þó ekki væri um mikla peninga að ræða og menn unnu langt undir samningum þá voru þetta verkefni. En það gerðist að leikhúsin fylltus kvöld eftir kvöld og er langt síðan aðsókn hafi verið meiri, það er að segja að stofnannaleikhúsunum ótrúlegar aðsóknartölur birtust og er hægt að segja að hver Íslendingur hafi komið einu sinni í leikhús miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar. Það hefur verið sagt og sannast hér að leikhúsin dafna í kreppunni. Ástæðan fyrir þessari góðu aðsókn að mínu áliti er hversu lágt miðaverðið er – að fara í leikhús er ekki dýrt og vitanlega á erfiðum tímum sækir fólk í það sem ódýrara er, leikhúsferð er mikil og góð upplifun og tæmir ekki budduna . En nú er orðið nokkurn veginn ljóst hvernig niðurskurðurinn ætlar að vega að menningunni – og hann er sýnu mestur og hryllilegastur í kvikmyndageiranum – sem þýðir auðvitað færri atvinnutækifæri fyrir mína félagsmenn – leikhúsin þurfa að mæta niðurskurði og maður heldur í vonina að ekki þurfi að koma til mikilla uppsagna enn er ekki en ljóst hvernig leikhúsin ætla að bregðast við en ég held að þau komist ekki hjá því að fella niður af einhverjum þeim verkefnum sem voru á verkefnaskránni á næst ári – sem auðvitað þýðir færri verkefni fyrir mína félagsmenn.

Það er mikil ánægja með áfangann sem náðist um sviðslistarsjóðinn og vonast menn til að úthlutanir úr honum verði mikill innspýtingur fyrir frjálsu leikhópanna og að grasrótin megi eflast sem aldrei fyrr. Annars er það að segja um starfið í félaginu almennt að talsverð aukning hefur verið nýjum félögum á árinu og er það fagnaðarefni. Samningaviðræður hafa verið í gangi við hina ýmsu aðila – og hafa tekið ansi langan tíma – aðallega vegna óvissunnar sem óneitanega er í þessu samfélagi – við erum um þessar mundir í viðræðum við Sík og við Leikfélag Reykjavíkur – vonir um eihverjar launabætur eru takmarkaðar af eðlilegum ástæðum en það er ýmislegt annað sem hægt

er að laga í okkar samningum báðum aðilum til hagsbóta. Svona til upplýsinga um félagið þá eru þar um 450 félagar – leikarar, söngvarar og dansarar – féagið verður 7o ára á næsta ári það er að segja á árinu 2011 og er væntanlega eitt að eldri stéttarfélögum landsins.

 

Randver Þorláksson, formaður