Fundarboð – Aðalfundar BÍL 2018

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna 2019, verður haldinn laugardaginn 16. febrúar í Iðnó og hefst hann kl. 11:00.

Aðalfundur fer fram skv. lögum BÍL og eru þau aðgengileg á heimasíði Bandalagsins.

https://bil.is/um-bil/log-fyrir-bil

Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt . Hvert aðildarfélag fer því með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur auk þess tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Tilkynning um fulltrúa á fundinn þarf að berast forseta viku fyrir fundinn, en rétt að árétta að allir félagsmenn aðildarfélaganna hafa rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt. Því er hvatt til þess að aðildarefélögin auglýsi fundinn á heimasíðum sínum.

Dagskrá fundarins, tilllaga stjórar að lagabreytingum og starfsáætlun mun verða send út tveim vikum fyrir fund.

Tilkynning um fundinn hefur verið sett á heimasíðu BÍL

Virðingarfyllst

Erling Jóhannesson

Forsetil Bandalags ísl. listamana