Umsögn Bandalags íslenskra listamanna um fjárlög Alþingis 2019

Inngangur

Umhverfi lista og skapandi greina er gríðarlega viðamikill málaflokkur. BÍL hefur samkvæmt samningi sínum við Menningar- og menntamálaráðuneytið ráðgefandi stöðu gagnvart opinberum aðilum um vetvang listarinnar. BÍL mun því tæpa á ýmsum þáttum í þessari greinagerð um fjárlagafrumvarpið er varða menningu og listsköpun í landinu. Starfsvetvangur listamanna í landinu er víðfemur hann nær bæði til stofnana hins opinber og sjálfstæðra listsköpunar sem borin er upp af starfslaunum listamanna og verkefnasjóða. Í þessari greinagerð munum við þó frekar horfa til sjálfstæða kima menningargeirans. Að því sögðu er sjálfsagt að því sé haldið til haga að okkar helstu stofnanir eru í ákaflega þröngri stöðu og stóla meira og meira á sjálfsaflafé sem stefnir listrænu sjálfstæði þeirra í hættu. Okkar helstu menningarstofnanirnar, Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit íslands, hafa það lögbundna hlutverk að flytja okkur klassik, sinna þjóðararfinum auk þess að stunda frumsköpun og endurnýjun. Þetta eru menningarstofnanir sem eiga að standa í stafni og gera það með réttu, en í dag hefst það eingöngu með því að listamennirnir hlaupa hraðar og lengur. Í engu er breyting á þessari stöðu í núverandi frumvarpi. Í greinagerð með fjárlagafrumrpi síðasta árs tíundaði BÍL ítarlega hversu þröng staða þessara stofnan var og er tilefni til að árétta þá gagnrýni hér.

Megin atriði: Uppsöfnuð alvarleg staða stofnana sem hefur verið óbreytt í allt of langan tíma

Stjórnsýsla Menningarmála

Bandalag íslenskra listamanna hefur lengi verið þeirrar skoðunar að stofna eigi sérstakt ráðuneyti menningarmála og mun halda þeim málflutningi sínum áfram. Málefni menningar, lista og skapandi greina hefur oft lent í hlutverki hornkerlingar í ráðuneyti sem heldur utan um svo viðamikinn og mikilvægan málaflokk sem menntamálinn eru. Nú hefur Evrópusambandi gefið listum og skapandi greinum sérstakt og aukið vægi í áætlunum sínum, samkvæmt tölum EU er umhverfi skapandi greina þriðja stærsti atvinnuveitandinn á Evrópska efnahgssvæðinu, um 12 milljónir manna skila fullum vinnudegi í skapandi greinum, sem er um 7,5% atvinnuafls á svæðinu. Heildar velta greinanna á Evrópusvæðinu er 509 milljarðar Evra. Það er allveg ljóst að þau lönd sem leggja meiri áherslu á að rækta þessa auðlind verða samkeppnishæfari í framtíðinni. Í heimi sem hefur farið jafn illa með auðlindir sínar og raunin er, munu þær þjóðir sem leggja áherslu á sjálfbæra atvinnustarfsemi, leggja áherslu á þekkingu sem byggir á hugviti, standa betur í náinni framtið. Það sem er líka svo dásamlegt við þessa auðlind skapandi hugsunar er að samfélelög uppsker í hlutfalli við það sem þau leggja inní greinarnar. Það er því mikilvægt að koma þessum greinum, fyrr en síðar, í sjálfstætt ráðuneyti það mun auka veg listarinnar og sjálfstæði skapandi greina sem atvinnugreinar. Nú horfir til betri tíðar þar sem Hagstofan hefur uppi áform um reglulega skráningu hagvísa. BÍL leggur á það áherslu að sú skráning sé samanburðarhæf við það umhverfi sem við berum okur saman við svo við getum borið okkur saman við nágrannalönd okkar.

Megin atriði: Sérstak ráðuneyti lista og skapandi greina, til að auka og samkeppnisfærni íslands í framtíð og breyttum heimi.

Fagnaðarefni

Í núverandi frumvarpi og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar eru nokkur atriði sem ber að fagna og hafa verið baráttumál listamanna í þó nokkurn tíma. Fyrst er að telja stofnun barnamenningarsjóð. Þetta er gríðarlega mikill áfangi og ber BÍL þá von í brjósti framkvæmdin miði að því að hér sé um framtíðar fyrirkomulag að ræða og ekki verði tjaldað til einnar nætur. Fyrir er ákaflega vel heppnað verkefni “List fyrir alla”. Sem hefur virkað griðarlega vel en liðið fyrir fjármagnsskort. Með þá reynslu og aukið fjármagn getum við byggt upp öflugan barnamenningarsjóð til framtíðar. Það er mjög mikilvægt að vel takist til og við þurfum ekki að fara í annað átak til að efla barnamenningu eftir nokkur ár, heldur að við náum að að byggja upp til framtíðar og þessi sjóður verði einn af grunnstoðum menningarstarfs til framtíðar.

Bókafrumvarpið er önnur aðgerð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í greinagerð með því frumvarpi stendur „Markmið þessa frumvarps er að efla bókaútgáfu vegna mikilvægis hennar í verndun og styrkingu íslenskunnar“ BÍL tekur undir hvert orð sem lítur að áhyggjum af þróunn íslenskunnar og mögulegra ógna sem steðja að okkar litla en verðmæta málsamfélagi. Bandalagið fagnar því allri viðleitni til að létta undir með útgáfu íslenskra bókmennta.

BÍL vill þó árétta að það verður ekki tekist á við hina alvarlegu stöðu í okkar litla og viðkvæma málsamfélagi nema með verulegri leiðréttingu á aðstöðu og kjörum skálda, rithöfunda, fræðimanna, þýðenda og allra þeirra sem vinna með tungumálið. Möguleikar íslenskunnar til að lifa af í heimi, þar sem landamæri menningar eru sífellt að verða óljósari, felast í því að eiga lifandi málsamfélag. Styrkleikar tungumálsins felst í fjölbreytileika þess og þeim mannauði sem helgar sig skáldskap og því að halda tungumálinu lifandi. Fólkið sem segir okkur sögurnar, skráir samtímann með nákvæmlega sömu verkfærum og forfeður okkar. Það eru nokkur vonbryggði að sjá ekki í frumvarpinu viðleitni til að höfundar njóti þess með beinum hætti. Ein tillaga gæti verið á þá leið að endurgreiðslan væri skilyrt með þeim hætti að höfundur ætti rétt á sínum hlut endurgreiðslunar frá útgefanda. Þannig myndi þó allavega einhverjir aurar skila sér til upphafsins. Nýleg kjarakönnun sem RSÍ hefur gert meðal félagsmanna sinna varpar ljósi á mjög alvarlega stöðu kjara, í henni kemur bókstaflega fram að með örfáum undantekningum eru okkar afkastamesstu og fremstu ritöfundar langt frá því að ná lágmarkslaunum. Þetta er veruleiki sem endurspeglast í gegnum allar greinar listarinnar.

Megin atriði: Barnamenningarsjóður er mikilvægur áfangi en ekki má tjalda til einnar nætur. Sama á við um bókafrumvarpið, en kjörum þeirra sem skrifa bækurnar eru ekki tryggð betri afkoma með því.

Starfslauna- og verkefnasjóðir

Grunnurinn, frumsköpun og fyrsti áfanginn í listsköpun í landinu á sér stað í verkefna og launasjóðum listamanna. Starfslaun listamanna eru grundvölluð á langri hefð sem rekja má aftur til þar skáldalauna frá lokum nítjándu aldar. Umhverfi listamannalauna í dag byggir á lögum frá 1991 og hafa verið óbreytt í grunninn síðan þá. 2009 voru síðustu uppfærslur á lögunum auk þess sem bætt var í og launin færð upp í 1600 mánaðarlaun úr 1200 á árunum 2010 -12. Síðan hafa launin staðið í stað. Það hefur verið baráttumál BÍL að starfslaunin endurspegli launakjör sambærilegra stétta í samfélaginu. Í dag eru þau ákveðin einhliða af ráðuneytinu 377.000 kr. Verktakagreiðsla án allra launaréttinda og skilgreind sem 65% starf. Þessi kjör gera það að verkum að listamenn sem ganga úr launuðum störfum til að helga sig frumsköpun tímabundið afsala sér öllum almennum réttindum launamanna og þeir listamenn sem hafa notið þeirrar gæfu að þiggja starfslaunum í lengri tíma eiga engin réttindi sem sjálfsögð þykja við starfslok. Kjarakönnun RSÍ sem vitnað er í hér að framan sýnir svart á hvítu að staðan í þessum málum er grafalvarleg. Tengsl Starfslauna og verkefnasjóða eru nokkur, þó mismunandi eftir greinum. BÍL hefur hafið stefnumótunarvinnu um næstu skref í þróun þessara sjóða og starfslauna og í samræmi við yfirlýsingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar gerum við okkur vonir um að þetta umhverfi fái forgang í stefnumótun í listsköpun í landinu. Fjölga þarf starfslaunum og færa þau til almennra kjara. Í núverandi frumvarpi er hefðbundin 4% hækkun á milli ára en miða við stöðnun frá 2012 þarf mánuðum að fjölga í það minnsta upp í 2000 mánuði til þess eins að halda í horfinu.

Verkefnasjóðirnirn standa allir í stað í þessu fjármálafrumvarpi, en í áætlun sem fylgir fyrir 2020 er merkjanleg hækkun í nokkrum þeirra og berum við þá von í brjósti að það þýði að ríkisstjórnin ætli að efna þau fyrirheit sem liggja fyrir í stjórnarsáttmálanum um eflingu starfslaunasjóða. Efling verkefnasjóða og launasjóða teljum við einhverja bestu aðgerð til að eflingar listsköpunar og skapandi greina. Uppbygging skapandi greina og auðugs listalífs er skógrækt, vilji maður eignast nýtilegan skóg í ófyrirséðri framtíð, hvort sem er til nytja eða yndis, þarf þolinmæði, trú og vinu við að koma græðlingunum í jörð.

Megin atriði: Lang mikilvægasti þáttur í uppbyggingu listgreinanna, starfslaunin og verkefnasjóðir, starfsalun þarf að tengja sambærilegum kjörum á almennum markaði og og fjölga þeim.

Kvikmyndasjóður og listskreytingasjóður

Af sjóðum er tilefni til að nefna sérstaklega Kvikmyndasjóð, Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að undanfarin ár hefur kvikmyndageirinn verið að uppskera eftir vor sem hefur staðið árum saman. Kvikmyndir og sjónvarpsefni er framleitt sem aldrei fyrr. Hjálpast margt að, aukinn alþjóðlegur áhugi á sjónvarpsefni og kvikmyndum, margra ára frumkvöðlastarf kvikmyndagerðarfólks sem nú uppsker. Það er lag, þetta er augnablikið sem stjórnvöld geta lagst á árar með kvikmyndaumhverfinu og leggja verulega til málaflokksins. Sjónvarps og kvikmyndagerð er alþjóðlegur “bransi” það er fáar greinar sem tala jafn skýrt máli okkar alþjóðlega og kvikmyndir og sjónvarp. Árangur síðustu ára er stórkostlegur flestar myndir sem framleiddar voru á síðasta ári hafa notið alþjólegrar athyggli. Fremstar í flokki, Andið eðlilega og Kona fer í stríð sem hafa rakað til sín verðalunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í árangurssamningi sem gerður var við Kvikmyndamiðstöð 2016-19 er gert ráð fyrir 1.084,7 millj. Framlagið lækkar því samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um 10 milljónir. Kvikmyndagerð er líka starfsemi sem er langtíma vinna og krefst þess að það sé stöðugleiki í umhverfinu þessvegna þarf sá sjóður að hafa framtíðarsýn sem stenst svo sjóðurinn geti efnt þær skuldbindingar sem hann stofnar til.

Annnað er alvarlegt atrið er að í fjárlögum kemur hreinlega fram að Myndskreytinfgasjóður falli niður. Myndskreytingasjóður var skorinn við trog í kjölfar hrunsins og hefur aldrei náð vopnum sínum í staðin fyrir að endurreisa hann hefur greinilega verið tekin ákvörðun um að leggja hann af. Það er grafalvarlegt.

Megin efni: Aukinn stöðugleika í starfsemi Kvikmyndasjóðs og í ljósi velgenginnar þyrfti að auka verulega í sjóðinn sérstaklega með tilliti til aukinnar sjónvarpsframleiðslu. Endurreysa Myndskreytingarsjóð.

Íslenski dansflokkurin og Íslenska óperan

Ég nefndi hér í upphafi helstu menningarstofnanir. Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn hafa ekki sömu stöðu og aðrar menningarstofnanir stjórnsýslulega. Það er nokkuð sérstakt því þessir tveir aðilar hafa þá stöðu í huga þjóðarinnar. Öll skilgreinum við bæði ÍD og ÍÓ sem hluta af grunnstoðum listsköpunar í landinu. En hvorugt starfsemin hefur stöðu í leiklistarlögum sem Þjóðar ópera eða þjóðardansflokkur, líkt og Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit íslands.

Íslenski dansflokkurinn starfar á grundvelli árangursstjórnunarsamnings frá 2012 og íslenska óperan er sjálfseignarstofnun með samstarfssamning við ríkið. Það er löngu tímabært að þessar tvær stofnanir sem bera nafn þjóðarinnar í nafni sínu fá stöðu við hlið Þjóðleikhúss og Sinfóníuhljómsveitar íslands í lögum um Sviðslistir.

Íslenski dansflokkurinn hefur til margra ára deilt húsi með Borgarleikhúsinu. Fjórir starfsmenn sinna rekstri, listrænn stjórnandi, framkvæmdastjóri, æfingastjóri og markaðsstjóri, fastráðnir dansarar eru 7 ásamt lausráðnum dösnurum í einstök verkefni. Álag á þennan hóp listamanna er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, sem helgast af árangri flokksins, sýningarálag er gríðarlegt og árlega hafnar flokkurinn tilboðum um alþjólega samsarf vegna mannekklu og fjármagnsskorts. Sambærilegir hópar erlendis, með svipaða starfsemi eru aldrei minni en 15-20. Aðstaða íslenska dansflokksins í Borgarleikháusinu er enganvegin ásættanleg, allar ákvarðanir og skipulag miðast að þörfum Borgarleikhussins og málmiðlanir gera flokknum erfitt fyrir með allt skipulag, æfingar, tæknivinnu og sýningar. ÍD hefur gríðarlega sterka stöðu í aljóðlegum heimi nútímadansins, að vinna og semja fyrir dansflokkinn er eftirsóknarvert og sýningar flokksins eftirsóttar á alþjóðavísu. Danslistin er ein þeirra greina listarinnar sem er hvað alþjóðlegust og til að halda þeirri stöðu sem dansflokkurinn hefur náð alþjóðlega verðum við að bæta verulega í, þessum árangri hefur flokkurinn náð á eigin verðleikum listfengi dugnaði listamanna og stjórnenda. Nú er það hlutverk ríkisins og fjárveitingavaldsins koma til móts við þann dugnað. Í Fjárlagafrumvarpi lækkar framlag til ÍD á milli ára um 11 milljónir sem er í engu samræmi við árangur ÍD á meðan hækkanir eru að jafnaði um 4% til annara stofnana og samningsaðila. Til þess að ÍD geti haldi stöðu sinni sem alþjóðlegur dansflokkur og verið það flaggskip danslistar sem við viljum, þarf að bæta í framlag til flokksins, varlega áætlað 250 millj, byrja strax að undirbúa uppbyggingu sérhæfðs danshúss og skilgreina ÍD sem eign íslensku þjóðarinnar.

Íslenska óperan er á sínu 40 starfsári í ár. Saga ÍÓ er kraftaverkasaga frumkvöðla og eldhuga sem byggðu upp íslensku óperuna við þröngan kost. ÍÓ fékk einn stærsta skellinn við efnahgshrunið og hefur aldrei náð að komast á sama stað hvað varðar fjárveitingu frá ríki síðan, ÍÓ lagði húsnæði sitt í Reykjavík inn í Hörpuna á sínum tíma og hefur síðan þá starfað þar. Að starfa í Hörpunni hefur ótvíræða kosti en Harpan er ekki óperuhús ÍÓ þarf að miðla málum í mörgu listrænt til að það gangi upp, auk allra þeirra praktisku þátta sem sambúðin með öðrum listviðburðum í húsinu skapar. Vera ÍÓ og samstarf hennar við Sinfóníuhljómsveit Íslands er einn þeirra þátta sem fær þetta til að ganga upp. Þessar tvær stofnanir eru líka hin stóru andlit Hörpunnar og bera uppi stærstu og metnaðrfyllstu viðburði þessa glæsilega húss. Því er það löngu tímabært að Íslenska óperan fái stöðu sem Þjóðarópera við hlið Þjóðleikhúss og Sinfóníuhljómsveitar íslands, það væri bragur á því og viðurkenning á starfi frumkvölana á afmælisári. Einn miklvægasti þáttur í skipulagi og rekstri jafn stórra verkefna eins og Óperu er stöðugleiki og framtíðarsýn. Þess vegna eru þessir samningar til skamms tíma í senn enganveginn boðlegir, en það leysist með viðurkenningu og stofnun Þjóðaróperu.

Megin efni: Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn fái stöðu sem stofnanir við hlið Listasafns ísland, Sinfóníuhljómsveitar íslands og Þjóðleikhúss

Harpan

Og Harpan þetta glæsilega hús sem hýsir okkar glæsilegustu tónlistarviðburði og hefur sannað tilverurétt sinn sem andlit Reykjavíkurborgar og í auknum ferðamannastraumi, er einn helsti viðkomustaður allar ferðamanna. En tilgangur byggingarinnar er fyrst og fremst tónlistarhús. Ef húsinu tekst ekki að halda faglegri stöðu sinni tónlistarhúss er trúverðugleika þess viðbrugðið. verðmætin felast í því að Húsið sé vetvangur viðburða sem hæfir því. Í dag er kostnaðurinn við viðburði svo mikill að metnaðarfullir listviðburðir verða að leita annara kosta en standa fyrir sínum viðburðum í Hörpunni. Bæði Airwaves og Myrkir músikdagar eru farnir úr húsinu. Þrátt fyrir betri rekstur bæði Óperunnar og Sinfóníunnar er húsaleigu kostnaður of stór hluti rekstrarins. BÍL telur mikilvægt að sem fyrst verði fundin leið til að greina á milli rekstur hússins og starfseminnar, annars getur þetta til lengri tíma haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Megin efni: Hörpunni verði fundinn rekstarlegur grundvöllur svo tónlistar og menningarstarfsemi hússins fái að blómstra,

Lokaorð

Nú er fjárlagafrumvarpið fyrir þetta ár á lokametrunum en BÍL leggur á það áherslu að samtalið við fjárveitngarvaldið sé lifandi og lýsir yfir áhuga til að mæta fyir nefndina hvenær sem er til að ræða framtíðar skipan fjármála Menningar og listgeirans. Eins og fram kemur framar í þessari greinagerð er það skoðun okkar að framtíðar skipan í menningarstjórnun sé lykillinn að velsæld í landinu. Ekki bara eykur það samkeppnishæfni samfélaga að búa yfir menningarlegum fjölbreytileika, heldur eykur það lífsgæði, dýpkar skilning og innsæi.

Með kveðju

Fyrir hönd stjórnar – Bandalgs Íslanskra listamanna.

Erling Jóhannesson – Forseti.