2. júlí 2013 funduðu fulltrúa BÍL með nýjum mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni, reyndar varð fundurinn nokkuð endasleppur svo strax var boðað til nýs fundar, sá var haldinn 10. júlí í ráðuneytnu. Minnispunktar stjórnar BÍL til ráðehrrans fara hér á eftir:

 • BÍL – samkomulag um samstarf við stjórnvöld um málefni lista og skapandi atvinnugreina
 • Listamannalaun – Launasjóðir og heiðurslaun, hugmyndir um akademíu
 • Fjármögnun sjálfstæðrar liststarfsemi – verkefnatengdir sjóðir og samspil þeirra við launasjóði, listsköpun utan stofnana, hátíðir, tilraunir, rannsóknir, samlegð við hönnun
 • Skapandi atvinnugreinar – skýrsla m sýn til framtíðar, þverfagleg nálgun fjögurra ráðuneyta
 • Hönnun – Arkitektar í BÍL, menningarstefna í mannvirkjagerð, Hönnunarmiðstöð
 • Tölfræði – skráning gagna um umfang lista og menningar, þ.m.t. hagræn áhrif
 • Höfundarréttur – sanngjörn þóknun til upphafsmanna list- og menningartengdra „afurða“
 • Staða listamanna – réttindi til fæðingarorlofs, lífeyris, atvinnuleysistrygginga, skattaleg staða
 • Listaháskóli Íslands – lykill að frumsköpun, samlegð, húsnæði, meistaranám, rannsóknir etc
 • Kvikmyndanám – skynsamlegasta lausnin, skýrslur mmrn og LHÍ, kvikmynda og myndlæsi í almenna skólakerfinu, Bíó Paradís
 • Safnastarf – Listasafn Íslands eitt höfuðsafna, háskólastofnun, Kvikmyndasafn, Leikminjasafn, Tónlistarsafn, safn RÚV, etc; samstarf og möguleg samlegð
 • Listir og skóli – námsskrá, Tónlist fyrir alla, Skáld í skólum, Litróf listanna, Menningar-bakpokinn, samstarf við Reykjavíkurborg og Samb.sveitarfélaga,
 • Dansinn – vaxtarsproti, danssverkstæði
 • Sviðslistamiðstöð – síðasta í röð kynningarmiðstöðva, verði skilgreind í nýjum Sviðslistalögum
 • Íslandsstofa – aðild BÍL, frumkvæði að fagráði í listum og skapandi greinum, samlegð við ferðaþjónustu
 • RÚV ohf; fjölmiðill í almannaþágu – ein mikilvægasta menningarstofnunin, skipan stjórnar
 • Harpa – listráð að frumkvæði BÍL, aðkoma fjögurra félaga tónlistarmanna
 • Menningarsamningar landshlutanna – tengsl við menningarfulltrúa, fagleg úthlutun fjármuna (Reykjavíkur-módelið), uppbygging starfa f listamenn á landsbyggðinni
 • Norrænt samstarf – Nordisk Kunstnerråd, opið samráð við Norrænu Ráðherranefndina, NMR, Kultur Kontakt Nord (Norræna menningarmálaáætlunin), úthlutunarnefndir
 • Evrópu samstarf – ECA, samstarf listamanna í 27 löndum, forseti BÍL er forseti ECA