Á aðalfundi BÍL sem haldinn var 25. febrúar síðastliðin var starfsáætlun samþukkt fyrir árið 2023.
Aðgerðaáætlun menningarmálaráðherra.
Á upp hafi síðasta ári fór BÍL í rýni á hluta aðgerða áætlunarinnar menningarmálaráðherra og hefur það verið leiðarljós í samtali Ráðherra og BÍL á liðnu starfsári. Umræðan og vinnan á grunni áætlunarinnar hefur reynst BÍL vel í samtali sínu við stjórnvöld. það stendur nokkuð út af á þeim lista og áhersluatriðum og stefnt skal að því að fara yfir restina af áætluninni fyrir með sama hætti í vor, 2023
Höfundaréttar stefna.
Næsta stóra verkefni í samvinnu við ráðuneyti er vinna við mótun höfundaréttarstefnu. Það kom skýrt fram í vinnunni við rýni á aðgerðaráætlun að þar kreppir að og Ráðuneytið hefur lýst yfir vilja til þess að setja vinnu í gang við mótun höfundaréttar stefnunnar. BÍL mun hafa frumkvæði af því að hefja þá vinnu strax í vor.
Birting hagtalna á grunni samnings BÍL og Hagstofunnar um greiningu á kjörum listamanna.
Annar fyrirferðamikill liður í vinnu við aðgerðaráætlunina voru réttindi og kjör, sérstaklega í ljósi reynslunnar af afleiðingum COVID tímans. Til þess að sú vinna verði gagnleg og árangursrík þurfa töluleg gögn að liggja fyrir. Nú liggur fyrir samningur BÍL og Hagstofunnar um gagnaskil. Vonandi gera þessi gögn listamönnum fært að endurskoða í samvinnu við stjórnvöld vinnulöggjöf með tillliti til hins sérstaka og flókna vinnumarkaðar. Hvenær þessi vinna getur hafist ræðst af skilum HÍ.
Samtal við listamenn á landsbyggðinni.
Á síðast ári fór forseti ásamt fulltrúa austur á land og átti samtal við starfandi listamenn á austurlandi um stofnun einhverskona kjarna á svæðinu. BÍL mun halda áfram að efla þetta samtal við landsbyggðina og efna til funda á norðurland og vestjörðum á næsta ári.
Málþing í um tækni og listsköpun
Haustið 2023 mun BÍL efna til málþings með menningaráðuneyti og Hönnunarmiðstöð um þróun tækni og áhrif hennar á menningu og listsköpun. Tækniþróun og þá kannski síðustu skrefin í
þróun gervigreindar AI hafa áhrif á listina með svo fjölbreyttum hætti að ómögulegt er að sjá fyrir endan á þeirri þróun. BÍL vill efna til málþings til þess að ræða möguleikana og eða hindranirnar sem í þessu umhverfi felast og með hvaða hætti sem þessi þróun mun hafa áhrif á listina og starfsumhverfi listamanna.
Norrænt samstarf.
BÍL hefur lengi verið í góðu og öflugu sambandi við systurfélög sín á norðurlöndum. Það sem upp á hefur vantað er tenging við bandalaög listamanna á hinu Arctiska svæði Færeyjar, Grænland og Samasvæðin. Nú þegar Ísland er með formennsku í norðurlandaráði mun BÍL í samstarfi við ráðuneyti menningarmál efna til samtals og fundar með fulltrúum listamanna af þessum svæðum haustið 2023.
Inngilding
Fyrstu skrefin í þessu ferðalagi eru einfaldlega þau fyrirheit að BÍL mun taka hugmyndafræðina með sér inn í starf sitt og eftir fremsta megna leggja þennan mælikvarða á starf sitt og ákverðanir, getum við td. Aukið fjölbreytileika í vali á fólki í útlutananefndir og ábyrgðastöður. Endurskoðum við regluverk okkar sem samtaka og félögin einnig með þessum gleraugum inngildingar og fjölbreytileika.
Stefnumótun BÍL
Á síðasta áratug 100 ára sögu Bandalags íslenskra listamanna er tímabært að leggjast í smá endurskoðun og meta störf, stefnu og framtíð Bandalagsins. þetta er búið að standa til lengi, en það er ekki gagnlegt að leggja út í þetta samtal nema geta hist og talað saman í raunheimum. því hefur þessu samtali verið frestað ítrekað
Hlaðvarpið BÍL
Hlaðvarp BÍL verður nýtt áfram og þróað, tilvalið að nýta fyrir sveitastjórnarkosningar og svo er kjörið að nota það til þess að efla almenna umræðu um menninguna og listina.