Stjórn FÍLD skipa:

Karen María Jónsdóttir, formaður

Irma Gunnarsdóttir, meðstjórnandi

Ásta Björnsdóttir, meðstjórnandi

Ásgerður Gunnarsdóttir, gjaldkeri

Steinunn Ketilsdóttir, ritari

 

FÍLD á sæti í eftirfarandi félögum eða menningarstofnunum:

Bandalag íslenskra listamanna, Karen María Jónsdóttir

Íslenski dansflokkurinn, Hany Hadaya

Launasjóður sviðslistamanna, Ingibjörg Björnsdóttir

Leiklistarsamband Íslands, Irma Gunnarsdóttir

Leikminjasafn Íslands, Ásgerður Gunnarsdóttir

Listahátíð í Reykjavík, Karen María Jónsdóttir

Grímunni – íslensku leiklistarverðlaununum, leynilegt!

 

Félagsmenn voru í lok ársins 2010 samtals 111

 

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan var gestgjafi í jólaglögg FÍLD sem haldið var í Dansverkstæðinu föstudaginn 10. desember 2010. Margt var um manninn og glatt var á hjalla og er vonandi að þetta verði árlegur viðburður héðan í frá.

 

FÍLD stóð fyrir því að Kama Jezierska, danslistamaður og kennari hjá Klassíska Listdansskólanum og Danslistaskóla JSB fór á vegnum Norrænu Ráðherranefndarinnar og BÍL til Kaupmannahafnar í haust á fund þar sem innflytjendur frá öðrum ríkjum en þeim vestrænu, innflytjendur sem auk þess eru starfandi listamenn, komu saman til þess að deila reynslu sinni og fá innsýn í styrkjakerfi Norðurlandanna.

Formaður FÍLD sat fyrir hönd BÍL í verkefnisstjórn á vegum Reykjavíkurborgar um svokallaðan Menningarfána en honum er ætlað að hvetja leik- og grunnskóla auk frístundaheimila til menningarstarfsemi í virkri samvinnu við listamenn og listastofnanir. Menningarfáninn verður veittur til skóla í Reykjavík sem staðið hafa fyrir framúrskarandi listastarfsemi. Verkefnið býður nú samþykktar borgarráðs.

Formaður FÍLD sat haustið 2010 í nefnd innan menntamálaráðuneytisins sem skilgreina á viðmið fyrir listnám á framhaldsskólastigi en viðmiðin eru hluti af “Nýrri menntastefnu” stjórnvalda sem virkja á árið 2015. Nefndin mun skila af sér fyrstu drögum á vormisserum 2011.

Málstofa um tilgang og ávinning af Dansverkstæði í Reykjavík var haldin í hliðarsal Fosshótels í September í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, dansbraut Listaháskóla Íslands og Samtaka um Danshús sem þá hafði nýlega verið stofnað. Formaður FÍLD stjórnaði þar alþjóðlegum panel sem sat fyrir svörum en síðan gengu gestir og fundarmenn yfir í Dansverkstæðið í Reykjavík og skoðuðu framkvæmdir sem þar stóðu yfir.

FÍLD stóð í samstarf við ArtFart hátíðina fyrir “Flashmob-i” í ágúst þar sem troðið var upp á Lækjartorgi til þess að vekja athygli á danslistinni. Inga Maren Rúnarsdóttir fór fyrir hópi dansara sem hófu leikinn efst á Laugarveginum og enduðu á Lækjartorgi þar sem gestir og gangandi brustu út í dansi.

Formaður FÍLD situr þessa stundina sem fulltrúi BÍL í Barnamenningarsjóði. Á síðustu árum hafa danslistamenn lítið sem ekkert sótt í sjóðinn sem er athyglisvert en sjóðurinn veitir fjármagn í verkefni með og fyrir börn og unglinga og auðvelt er fyrir verkefni danslistamanna að koma til álita.

 

FÍLD hafði frumkvæði að því að leita til Norðurlandanna þ.e. Félög danslistamanna í Noregi og Finnlandi eftir samstarfi þar sem reynslu og upplýsingum yrði deilt sem auðveldað gæti okkur íslendingum að eiga í samskiptum við stjórnvöld og byggja upp okkar danssamfélag. Sambærilegt samstarf er t.d. í leiklistinni og öðrum listgreinum. Viðbrögð félaganna voru jákvæð og verður það í höndum næstu stjórnar að halda viðræðunum áfram og smíða umsókn í norræna sjóði eftir fjármagni.

Í kjölfar víðtæks fundarsamráðs FÍLD, fagfélaga leiklistarinnar, Sjálfstæðu leikhúsanna og Leiklistarráðs um umsóknarferli í sjóð Leiklistarráðs, hélt FÍLD í september upplýsingafund fyrir danslistamenn þar sem farið var í gerð umsókna og nýjar miðmiðunartölur varðandi laun danslistamanna og annara sviðslistamanna útskýrðar. Á fundinum voru einnig nýjir félagsmenn teknir inn en umsóknir inn í félagið hafa aldrei verið fleiri eða 27 talsins og stóðust allir umsækjendur þær kröfur sem settar eru fram í lögum FÍLD. Félagsmenn eru núna 111 talsins.

Dansdagurinn var haldinn hátíðlegur. Að þessu sinni stóð FÍLD ekki fyrir sérstakri dagskrá eins og undanfarin ár heldur voru send skilaboð til allra leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila á landinu þar sem þau voru hvött til þess að halda daginn hátíðlegan með dansi og gleði. Viðbrögð skóla voru mjög góð og margir sendu okkur þakkir fyrir.

FÍLD hefur gert leigusamkomulag við Dansverkstæðið í Reykjavík og hefur nú ekki aðeins fundaraðstöðu heldur einnig skrifborðsaðstöðu og hillur fyrir starfsemi sína, auk fastrar póstadressu. Þetta var jákvætt skref í uppbyggingu félagsins og hefur Dansverkstæðið reynst afar vel.

Haldin var áfram vinna við uppbyggingu vefsíðu FÍLD undir stjórn Guðrúnar Óskarsdóttur sem á sérstakar þakkir skildar fyrir alla vinnuna sem hún leggur í hana og daglegt viðhald hennar. Dansfræðifélagið og Samtök um Danshús á Íslandi eru núna komin með sérstakt rými á síðunni og til stendur að Reykjavík Dance Festival tengist henni bráðlega. Á síðunni má núna finna upplýsingar um listdans á Íslandi í heild sinni.

Dansfréttir voru birtar um dans nær daglega á FÍLD síðunni á síðasta ári, afar erfitt reyndist hinsvegar að fá danslistamenn til þess að senda fréttir af starfsemi sinni og þurftu formaður FÍLD og umsjónamaður síðunnar að skrifa rúmlega 70% allra frétta sjálfir til þess að síðan hefði tilgang. Þetta er ekki verk formanns né umsjónarmanns en mikill hausverkur er að fá danslistamenn til þess að auglýsa sjálfa sig. Formaður og umsjónarmaður munu ekki skrifa fréttir á nýju ári og sjálfboðaliðar sjá nú um að reyna að fá fólk til þess að senda inn fréttir.

FÍLD setti upp Facebook síðu til þess að auka sýnileika dansins enn frekar þar sem skilgreindum hagsmunaaðilum var markvisst hlaðið inn á síðuna: 1. Stjórnmálamönnum, úthlutunaraðilum og embættismönnum eða þeim er veita fjármagn til dansins 2. Fjölmiðlafólki sem birtir upplýsingar um dans til almennings 3. Öðrum listamönnum þ.e. þeim mögulega áhorfendahópi sem stendur okkur næst og leitar til okkar með verkefni 4. Dansnemendum á öllu landinu þ.e. þeim sem hafa hag af því að upplifa sterka danssenu og sjá möguleikann í að starfa þar í framtíðinni. Tæplega 5000 manns fá nú nær daglega dansfréttir í gegnum síðuna og heyrast nú setningar eins og “það er mikið að gerast í dansinum” æ oftar.

FÍLD er búið að vera öflugt við að senda upplýsingar á sína félagsmenn um styrki og atvinnutilboð, hátíðar, gestavinnustofur og þessháttar. Þetta hefur mælst vel fyrir og opnað ýmis tækifæri fyrir þá danslistamenn sem nýtt sér hafa þessa þjónustu.

 

Stjórn FÍLD skrifaði greinargerð sem notuð var sem innlegg í í skýrslu Colin Mercel um hagræn áhrif menningar en niðurstaða skýrslunnar var kunngerð í desember síðastliðinn og vakti gríðarlega eftirtekt. FÍLD hefur á síðustu þremur árum staðið fyrir upplýsingasöfnun og tölfræðigerð sem nýtt var til þessa. Hinsvegar kom í ljós á þessari stundu að handhægar upplýsingar um dansinn eru af afar skornum skammti og afar mikilvægt er að ráðast í viðamikið átak í þeim málum á næstu árum. Skortur á upplýsingum um listdans eru stór veikleiki sem bæta þarf úr.

 

FÍLD skipaði Ásgerði Gunnarsdóttur í fulltrúaráð Leikminjasafns Íslands í stað Ingibjargar Björnsdóttur sem setið hefur fyrir hönd FÍLD í ráðinu um langa hríð. Þökkum við Ingibjörgu fyrir starf hennar í þágu félagsins.

Ingibjörg Björnsdóttir sat fyrir hönd Félags Íslenskra Listdansara í úthlutunarnefnd Launasjóðs sviðslistamanna á árinu. Starf hennar var listdönsurum afar mikilvægt en laun til þeirra hafa aldrei verið eins mörg og í síðust úthlutun. Ingibjörg var tilnefnd áfram fyrir hönd félagsins.

 

Helena Jónsdóttir var skipuð af stjórn FÍLD til þess að sitja í vinnuhópi á vegum Bandalags Íslenskra Listamanna sem koma átti með innlegg í nýja Menningarstefnu listanna en skýrlsan var unnin í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Skýrslunni var skilað vorið 2010 og var hún í kjölfarið afhent menningar- og menntamálaráðuneytinu til afnota.

 

FÍLD sendi fyrirspurn til Tryggingarstofnunar og vildi skoða með þeim möguleikann á reglugerð um slysatryggingar fyrir dansara samanber reglugerð 117/1993 um almannatryggingar þar sem kveðið er á um sérstakar slysatryggingar fyrir íþróttafólk. Póstur FÍLD fékk ekki áhreyn að þessu sinni en halda þarf áfram að reyna að fá fund.

 

Starfshópur innan Félags íslenskra listdansara sem staðið hefur fyrir skýrslugerð um Danshús í Reykjavík og baráttu fyrir málefninu á vegnum hins opinbera síðustu þrjú árin, tók skrefið og stofnaði formlega á árinu Samtök um Danshús á Íslandi. Stofnfundurinn var haldinn þann 12. ágúst síðastliðinn í húsnæði að Skúlagötu 28 sem í október var svo formlega opnað með stuðningi borgarráðs auk menningar- og ferðamálaráðse Reykjavíkurborgar undir heitinu Dansverkstæði í Reykjavík. Baráttan fyrir húsi dansins hefur formlega færst frá FÍLD til Samtaka um Danshús en FÍLD mun áfram veita verkefninu dyggan stuðning sinn og tala fyrir húsi dansins á opinberum vettvangi.

 

FÍLD sótti um fjármagn til Leiklistarsambands Íslands til erlendrar starfsemi. Forsendur fyrir þessum möguleika sköpuðust eftir stjórnarskipti vorið 2010 þegar danshlintir einstaklingar skipuðu í fyrsta sinn meirihluta í stjórninni. Hingað til höfðu aðeins fagfélög og samtök í leiklistinni fengið úthlutað fjármagn til erlendrar starfsemi frá LSÍ. FÍLD hefur eyrnamerkt fjármagnið fulltrúa Íslands í Aerowave valnefndinni en tenglsanetið er afar mikilvægt fyrir unga danshöfunda og hefur reynst Íslandi vel í að koma íslenskri danslist á framfæri í Evrópu.

 

FÍLD gaf út Danskorið sem er afsláttar- og dansmenningarkort og um leið skólaskírteini margra listdansskóla og tæplega 4000 nemenda. Með skírteininu vill FÍLD stuðla að samhug ungra dansnema og bættum kjörum þeirra meðal annars með afslætti á sýningar og dansfatnað.

 

Formaður FÍLD tók þátt í 100 manna þjóðfundi Reykjavíkur fyrir hönd félagsins. Niðurstaða fundarins var áhugaverð en skýrt kom fram að menning og listir væru í hugum fólks ein mikilvægasta stoð samfélagsins og lykill að bjartri framtíð.

FÍLD var boðið að taka þátt í þjóðfundi listanna í vor en 200 listamenn úr öllum greinum listanna komu saman til þessa. Afraksturinn var tekinn saman í skýrslu sem afhent var menningar- og menntamálaráðuneytinum til úrvinnslu fyrir nýja menningarstefnu stjórnvalda. Aðeins fjórir félagsmenn FÍLD tóku þátt.

 

Félagsmönnum FÍLD var boðið að taka þátt í menningarstefnufundi Menningar- og menntatamálaráðuneytisins sem haldinn var á hótel Loftleiðum. Á fundinum sótti ráðuneytið hugmyndir um uppbyggingu listgreinanna til listamanna sjálfra og forgangsröðun verkefna sem ráðast á í. Tæplega þrjúhundruð listamenn tóku þátt úr öllum greinum listanna en danslistamenn voru fimm talsins.

Þegar útlit var fyrir að starfsemi Hafnarfjarðarleikhússins myndi leggjast niður í vor og að framkvæmdum við Tjarnarbíó yrði frestað um ókomna tíð sendi FÍLD bréf, bæði til menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar þar sem mikilvægi þessara sviða/húsa fyrir danssýningar og þróun danslistarinnar voru útlistaðar. Reykjavíkurborg var bent á að listdansinn ætti ekki inni í leikhús í höfuðborginni og væri ítrekað hent út úr húsum auk þess að Tjarnarbíó tryggði möguleikann á almennu aðgengi og stöðugum sýnileika greinarinnar í borginni. Að sama skapi var menntamálaráðuneytinu bent á að Hafnarfjarðarleikhúsið hefði hýst um það bil allar danssýningar fyrir utan sýningar Íslenska dansflokksins eftir að Tjarnarbíói var lokað og ef það hús hætti starfsemi þá væri listdansinn hornreka í samfélaginu. Báðum húsunum hefur nú verið tryggður rekstur og Tjarnarbíó starfar nú á ný.

Félag íslenskra listdansara safnaði upplýsingum um áhorfendatölur danslistamanna í samstarfi við Sjálfstæðu leikhúsin í þriðja sinn. Erfiðlega gekk að fá félagsmenn til þess að safna þessum upplýsingum og margir skiluðu ekki inn. Mikilvægi heildstæðra upplýsinga um þessi mál ætti ekki að þurfa að útskýra en á þeim byggir barátta okkar.

 

FÍLD safnaði í samstarfi við Sjálfstæðu leikhúsin upplýsingum um starfsemi danslistamanna og frumsýnd verkefni fyrir útgáfu á Theatre in Iceland 2008-2010 en útgáfunni er dreift af Utanríkisráðuneytinu í lista- og menningarstonfnanir um allan heim. Danslistamenn tóku vel við sér þegar kallið kom að þessu sinni.

 

FÍLD skrifaði stjórn Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmunsdóttur með þá fyrirspurn hvort ekki væri lag að opna sjóðinn fyrir danslistamenn. Sjóðnum er ætlað að efla íslenska leiklist og heiðra minningu Stefaníu sem brautriðjanda á sviði leiklistar. Benti FÍLD í bréfi sínu á að Stefanía hefði einnig verið brautriðjandi á sviði danslistar á Íslandi og að danslistamenn litu á hana sem slíka. Stjórn sjóðsins er með fyrirspurnina í athugun á þessari stundu.

 

FÍLD átti fund með ritstjóra DV um Menningarverðlaun DV en leitast var eftir þátttöku danslistarinnar í verðlaununum þar sem greinin er sú eina sem ekki hefur eigin verðlaunaflokk. DV tók vel í það og munum listdansinn vera með í verðlaununum frá árinu 2011 með eigin flokk.

 

Formaður FÍLD sat í nefnd á vegum Leiklistarsambandsins sem vann að endurskoðun á starfsreglum Grímunnar. Fór FÍLD fram á það að verðlaunin yrðu skýrð “Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin” til þess að þau endurspegluðu alla þá flóru sem taka þátt í verðlaununum, ekki bara leiklistina. Að sama skapi fór FÍLD fram á nýjan verðlaunaflokk þ.e. danssýningu árins og lagði fram tölulegar upplýsingar um fjölda danssýninga á ári því til stuðnings en danssýningar eru ekki mikið færri en leiksýningar þó svo að verðlaunaflokkir endurspegli það ekki. Einnig lagði FÍLD fram aðrar almennar tillögur um breytingu á verðlaunaflokkum. Eftir á að koma í ljós hvort breytingarnar verða samþykktar.

 

FÍLD kallað eftir stefnumörkun af hálfu Leiklistarsambandsins þ.e. heildstæða framtíðarstefnu fyrir uppbyggingu sviðslistanna í landinu. Í því samhengi hefur FÍLD lagt til að nafni Leiklistarsambandsins verði breytt í Sviðslistasambandið þannig að nafnið endurspegli þá breidd sem félagið er í forsvari fyrir og áherslur þess sömuleiðis.

 

FÍLD hélt SÓLÓ undankeppni fyrir Stora Daldansen í Íslensku óperunni. Þrír undir dansarar úr Listdansskóla Íslands sigruðu keppnina og varð einn þeirra, Ellen Margrét Bæhrenz í þriðja sæti í aðalkeppninni í Svíþjóð. Minningarsjóður Svandísar Þulu veitti í þriðja sinn úr sjóðnum í tilefni þessa en hann styrkir ungar ballettdansara.

 

FÍLD hélt KÓRUS danssmíðuakeppni í fyrsta sinn, á alþjóða dansdaginn, í Lofkastalanum. Upphaflega átti keppnin að vera í Íslensku óperunni en var svo úthýst þaðan á síðustu stundu. Keppt var í tveimur aldursflokkum 13-15 ára og svo 16-20+. Mikið fjárhagslegt tap var á keppninni og hefur FÍLD fundað með skólunum tvisvar sinnum til þess að ræða framtíð keppninnar, form og skipulag.

 

FÍLD fór þess í annað sinn á leit við stjórn Lofbrú sviðslistamanna – Talíu, að félagið fengi aðgang að sjóðnum fyrir sína félagsmenn eins og önnur fagfélög leiklistarinnar. Listdansarar eru einu listamennirnir / eina listgreinin sem sækja þarf um aðild í fagfélag annarrar listgreinar þ.e. leiklistarinnar (FÍL) til þess að eiga aðgang að Loftbrú. Aðrir s.s. tónlistarmenn, myndlistarmenn og leiklistin hafa sína eigin brú. FÍLD fékk synjun í annað sinn. Fulltrúi Reykjavikurborgar í sjóðnum hefur þó lýst yfir vilja til þess að hleypa listdönsurum að borðinu við endurskoðun Lofbrú Talíu á næsta ári.

 

FÍLD réðist í gerð stefnumótunnar fyrir danssamfélagið í heild sinni, fyrstu listastefnu sinnar tegundar á Íslandi. Tveir stefnumótunarfundir voru haldnir með þátttöku danslistamanna, annar þar sem framtíðarsýn var sköpuð og hinn þar sem ítarleg greining var gerð á stöðu dansins. Að úrvinnslu hugmynda og skrifum stóðu Ólöf Ingólfsdóttir, Katrín Dagmar Beck og Karen María Jónsdóttir. Dansstefna 10/20 var kynnt menntamálaráðherra og skrifstofustjórum menningar- og menntamála sem voru afar hrifnir af innihaldi þess og fögnuðu samstöðu danslistamanna sem þeir töldu einstaka og til fyrirmyndar. Menntamálaráðherra gaf grænt ljós á að Dansstefnan yrði notuð við mótun menningarstefnu sjórnvalda og átti formaður FÍLD sérstakan fund vegna þessa með Hauki Hannessyni sem sér um skrif hennar þar sem stefnan var útskýrð í smáatriðum. Stefnan var gefin út með pompi og prakt í október 2010 í Dansverkstæði Reykjavíkur og í kjölfarið fór hún í almenna kynningu þar sem hún var send helstu hagsmunaaðilum á Íslandi eða um 180 talsins. Undirtektir voru mjög góðar og sendi Utanríkirráðherra m.a. bréf til FÍLD þar sem hann hrósaði stefnunni og þeim stórhug sem hún endurspeglaði. Stefnan var einnig kynnt á alþjóðlegum fundi í Stokkhólmi í desember þar sem Norðurlöndin sátu saman í panel og ræddu möguleika á þverfalgegu samstarfi um nýtingu innviða dansins. Dansstefnan var einnig kynnt í desember á fundi sem Eistrasaltsríkin stóðu fyrir sem dæmi um hvað litlar þjóðir geta gert ef fólk sameinast um stendur við bakið á hvort öðru.

 

FÍLD fór fram á við menntamálaráðuneytið að 17. grein Leiklistarlaga yrði endurskoðum þar sem kveðið er á um skipun aðila í Leiklistarráð. Fór FÍLD fram á að danssérfræðingur yrði skipaður í nefndina samhliða leiklistarsérfærðingi. Á meðan danssýningar (miðað við óforlega úttekt sem gerð var) eru um 25% allra sýninga sem framleiddar eru, fær danslistin ekki nema 6,1% að meðaltali úr sjóði Leiklsitarráðs. Þar að auki gegnir sjóðurinn brýnna hlutverki fyrir dansinn heldur en leiklistina þar sem miklu hærra hlutfall danssýninga er framleitt af sjálfstæðum danslistamönnum (en stofnununm) heldur en í tilfelli leiklistarinnar. Er þróun greinarinnar því mikið undir sjóðnum komin. FÍLD fékk neitun frá ráðuneytinu, bað á ný um endurskoðun ákvörðunarinnar, lagði fram frekari rökstuðning og fékk neitun aftur þar sem ráðuneytið úrskurðaði að Leiklsitarsamband Íslands og Sjálfstæðu leikhúsin bæri þegar skylda að endurspegla sviðslistasamfélagið í tilnefningum sínum. Viðræðum FÍLD við þessi tvö fagfélög um að þeim beri að skipa danssérfræðing samhliða leiklistarsérfræðingi gengur upp og niður þar sem leiklistin á erfitt með að gefa eftir “sína menn” og telur sig fullnægja þörfum dansins með því að skipa leiklistarsérfræðinga með “innsýn” í dans.

 

FÍLD fór í átak og kynnti í samstarf við LHÍ meistara nám í listgrenakennslu (þ.m.t. dans), í kjölfar bréfs frá menntamálaráðuneytinu þar sem leyfisbréf vegna danskennslu í almenningsskólum voru ítrekuð.

 

FÍLD gerði óformlega rannsókn á stöðu og framgangi dansins þar sem teknar voru saman sviðslistasýningar síðustu fimm ára og þær flokkaðar og greindar. Fyrstu niðurstöður benda m.a. til þess að uppgangur hafi verið meiri í danslistinni en nokkurri annari sviðslist á síðstu fimm árum. Að auki benda fyrstu niðurstöður til þess að umsvif danslistarinnar séu að nálgast leiklistina t.a.m. voru fjöldi frumsýndra danssýninga árið 2010 litlu færri en fjöldi frumsýndra leiksýninga árið 2005. Þessar fyrstu niðurstöður kalla á að gerð verði formleg úttekt á sviðslistasamfélaginu og fjármögnun danslistarinnar og niðurstöður nýttar til þess að byggja undir rökstuðning á opinberri uppbyggingu danssamfélagsins.

Ljós varð á árinu nauðsyn þess að gera tölulega úttekt á fjölda nemenda í listdansskólum og dansstúdíóum um allt land. Sýna þarf borginni og menntamálaráðuneytinu hversu umsvifamikil starfsemin skólanna/stúdíóa er en FÍLD telur að allt að 14% allra stúlkna á landinu á aldrinum 4-19 stundi dansnám af einhverskonar tagi að staðaldri. Sýna þarf opinberum aðilum að sama skapi fram á hver áhrif danskennslu eru talin vera á heilsu einstaklinga, félagsfærni sem og forvarnargildi dansins. Þetta til þess að auka skilning hins opinbera og fá fjármagn inn í greinina sambærilegu og aðrar listgreinar fá.

 

FÍLD lagði grunninn að uppsetningu Upplýsingamiðstöðvar dansins (Dance Info Iceland) og voru 10 sjálfboðaliðar á vegum félagsins sem tóku þátt í honum. Með því vildi Stjór FÍLD formgera þann hluta starfsins sem sneri að upplýsingaöflun og miðlun undir öðrum sjálfstæðum hatti. Örstuttu síðar fékkst fjármagn á fjárlögum fyrir Kynningarmiðstöð Íslenskra Sviðslista (KÍS) og hefur uppsetning UD því verið sett í biðstöðu. Formaður FÍLD situr í undirbúningsnefnd KÍS.