Við skulum byrja á því að ljúka COVID. Á sama tíma í fyrra, nákvæmlega upp á dag, þann 25. febrúar 2022 var öllum samkomu takmörkunum á landinu endanlega aflétt svo við erum núna búin að vera án hindrana í heilt ár og það er ágætt að minna sig á það því undir lok þessa tíma voru listamenn jafnvel farnir að sjá fyrir sér að okkar félagslega umhverfi væri að taka breytingum til framtíðar. En er þá ekki tímabært að segja amen á eftir efninu og hætta að draga þessa óværu með okkur í öllu okkar starfi og samtali ? Jú að einhverju leyti. En það má  svo mikinn og margþættan lærdóm að draga af þessum tíma, svo margt að læra, svo margt sem þetta tímabil afhjúpaði og birti okkur með mjög harkalegum og augljósum hætti. Verkefni okkar til úrbóta í starfsumhverfi listamanna urðu skýrari og að einhverju leyti hefur þetta tímabil fært okkur nær því að sjá þau sameiginlegu verkefni sem við sem samfélag listamanna erum að takast á við.  Þótt reynsla okkar og upplifun sé skýr reynist erfitt að henda reiður á hvað þetta hefur þýtt í praksis, vegna skorts á gögnum, Við búum ekki að svo ríku gagnasafni að geta borið saman tímabil eða greinar með mjög áreiðanlegum hætti, en í hagvísum menningar sem Hagstofan birtir kemur þó fram að á þessu tímabili 2020-22 var samdrátturinn í framkomugreinum listarinnar á bilinu 45-60%. Þetta er talning út úr alltof fáum húsum, í rauninni þeim húsum sem einfalt er að ná gögnum frá. En það er ekki óvarlegt að áætla að hið “almenna” umhverfi listgreinanna hafi dregist saman með í svipuðu hlutfalli.

Samkvæmt Hagstofunni hafa störf við menningu að jafnaði verið um 7,5% af vinnuafli undanfarin ár og það er  athyglisvert að í aðdraganda þessa farsóttar tímabils jókst hlutfall skráðra einyrkja í menningargeiranum um 44%. s.s. árunum 2017-19.  Virðist því afa verið  mikil sveifla í umhverfi listamanna úr úr „hefðbundnu“ ráðningarsambandi yfir í einyrkja rekstur,  svo liklega hefur vinnumarkaður menningarinnar komið en viðkvæmari inn í þessar hamfarir. Enda fækkar skráningum einyrkja í menningar og listsköpun um 20% árið 2020. Hvaða ályktanir er hægt að draga af því aðrar en þær að sjálfstætt starfandi listamenn hafi einfaldlega lokað sínum reiknisskilum og horfið til annarra starfa.

Þetta eru vissulega tölur sem erfitt er að draga of mikla ályktanir af því bæði er tilfinning okkar sem í þessum umhverfi störfum sú að skráning sé ekki mjög nákvæm og þær skipulagsheildir sem Hagstofan hefur tækifæri á að  nálgast með gögn eru ekki lýsandi fyrir landslagið nema að litlu leyti.

Þær niðurstöður rannsókna sem nágrannalönd okkar hafa birt sýna mjög  svipaða niðurstöður um sveiflu, endurheimt, eða bata menningarlífsins.

 

Samningur við Hagstofu íslands

Þetta lausriðna net greiningar sem BÍL hefur lengi gert athugasemdir við að ná svo illa utan um eðli starfsumhverfis listamanna, gerir það að verkum að við höfum ekki haft nægjanleg gögn til þess að bregðast við eða hefja þá vinnu, að  bæta úr þeim vanköntum sem í kerfinu eru. Því Hefur BÍL núna gengið frá samningi við Hagstofuna um greiningu  á umhverfinu á grunni nákvæmari upplýsinga. Það mun vonandi færa okkur verkfæri til þess að hefja raunhæfa vinnu við td. Endurskoðun á vinnumarkaðslöggjöf til þess að stoppa upp í þau göt sem svo augljós voru í réttindum listamanna við þessar fordæmalausu aðstæður. Reglan er sú að tölfræði er dregin út úr skipulagsheildum og mat lagt á vinnumarkaðinn út frá þeim. Það á ágætlega við þegar um starfsgreinar er að ræða þar sem starfsfólk er í föstu ráðningarsambandi, en eins og allir vita er það sjaldnast  raunin í tilfelli listamanna.

 

Reykjavíkurborg

Samstarf BÍL og Reykjavíkurborgar hefur verið með ágætum undanfarin ár, byggt á samstarfssamningi við Borgina sem endurnýjaður var nýlega fyrir árið 2023 og gildir að þessu sinni eingöngu til eins árs. Ástæða þess er að BÍL hefur ítrekað farið fram á hækkun eða í það minnsta að samningurinn fylgi vísitölu, en hann hefur staðið í sömu krónu tölu frá upphafi. Borgin taldi sig ekki geta uppfært samninginn vegna aðhalds í rekstri og því var samningurinn gerður til eins árs með von um að hægt verði að leiðrétta hann á næsta ári.

Í kjölfar kosninga til sveitarstjórna í vor voru gerðar nokkrar breytingar á sviði menningarmála í stjórnsýslu borgarinnar sem BÍL gerði athugasemdir við. Listgreinum og menningu er gjarnan raðað á bás með öðrum málaflokkum í stjórnsýslu, það virkar á stundum tilviljanakennt hvernig þessi málaflokkur dettur inn í uppstokkun eða í hvaða samhengi hann er settur. Við þessar breytingar var ekki sérstaklega skoðað hvernig efla mætti málaflokkinn, eða hvort breytingarnar væru þess eðlis að styrkja framkvæmd hinnar nýju og metnaðarfullu menningarstefnu borgarinnar svo dæmi sé tekið. Breytingum af þessu tagi er fyrst og fremst ætlað að hreyfa til í bakherbergjum stjórnsýslunnar. Gott og vel það er alltaf skynsamlegt ef hægt er að spara, en það sem mikilvægast er í svona breytingum er hvort þær leiða til breytinga úti í feltinu? Eflir þetta starfsumhverfi listamanna? Er þetta þáttur í að auka aðgengi almennings að listsköpun, byggja upp aðstöðu eða opna fyrir aðgengi barna eða hvað? Allt eru þetta áhersluatriði menningarstefnu borgarinnar og eiga að vera fyrstu spurningar við endurskipulagningu stjórnsýslu málaflokksins.

Stjórn BÍL átti sinn hefðbundna fund með borgarstjóra og forsvarsmönnum menningarmála í Höfða í lok árs, þar sem farið var yfir stærri myndina og meðal þess sem staldra er við í samskiptum borgarinnar er húsnæðismál og aðstaða listamanna í borgarlandinu. Sú hugmynd að listamenn séu nægjusamir og geti látið sér lynda illa farið og ónothæft húsnæði til listsköpunar er góðra gjalda verð.  Það er alveg rétt, við erum nægjusöm og finnst jafnvel ákveðið frelsi fólgið í því að starfa í óreiðunni, en á einhverjum tímapunkti fer að glitta í gullið í þessu starfi og þá er það gjarnan reynslan sú að  áhugi annarra kviknar, verðmætin sem enginn kom auga á í upphafi vekur áhuga. Þegar farið er af stað í svona vinnu í samstarfi borgar og fólks úr menningar og listageiranum þarf að hugsa þetta út yfir lengri tíma og borgin þarf að axla ábyrgð á þessum verkefnum í samstarfi við listamennina og svona ákvarðanir þurfa að vera á borði forsvarsmanna menningar í borginni. Svo þegar árangur fer að nást eiga þeir sem í upphafi sáðu að fá að njóta ávaxtanna.

Annað og brýnt verkefni í samstarfi borgarinnar er að hækka og auka styrkjapottinn, sem ekki hefur einungis dregist saman að verðgildi undanfarin ár heldur hefur sjóðurinn tekið á sig aukin verkefni umfram stuðning við sjálfsprotna menningar og listsköpun og úr honum ráðstafað til eyrnamerktra verkefna eins og borgarhátiða og fl. Það vita allir sem til þekkja að þetta eru best nýttu fjármunir til menningarmála í borginni, en það reynist  alltaf erfitt að fá stjórnvöld til að auka í þessa frjálsu sjóði, því framar í röðinni eru alltaf þau verkefni sem eru beint á hendi stjórnvalda. Það hefur verið vilji og því lýst yfir að að með batnandi hag borgarinnar muni það verða forgangs verkefni að efla og auka í styrkjapottinn og það mun verða helsta verkefni BÍL  að fylgja því eftir í samtali sínu við Borgin á komandi ári.

Sú ágæta hefð að BÍL eða önnur fagfélög listamanna tilnefni fagfólk í úthlutunarnefndir hefur verið til fyrirmyndar og nú nýverið tilnefndi BÍL í fyrsta sinn fulltrúa í nefnd um Kjarvalsstofu vinnustofu í París. Það er hægt að fullyrða að reynsla borgarinnar og listamanna af því fyrirkomulagi er jákvæð.

 

Ríkið – ráðuneyti

Það urðu einhverjar umfangsmesta breytingar á stjórnsýslu menningarmála með stofnun nýs ráðuneytis og með því töluverð breyting á samskiptum BÍL við ráðherra og starfsmenn ráðuneytisins. Í upphafi var kannski erfitt að greina hvort þessum breytingum fylgdu eðlisbreytingar á stefnu hins opinbera, áhyggjur af því hvort sambúðin með viðskiptum og ferðamennsku settu menningu og listsköpun í nýtt samhengi eru eðlilegar. Það er söguleg hefð fyrir því að listin og viðskiptin takist á og séu með einhverjum hætti á sitthvorum endaanum í ás umræðunnar.  En eins og áður hefur verið minnst á, hefur okkar málaflokkur alltaf þurft að deila stjórnsýslu  með öðrum málaflokkum og lengst af með ógnar fyrirferðarmiklum málaflokki menntunar, allra skólastiga. Hvað sem líður skoðunum á þessari sambúð með viðskiptum þá er hægt að fullyrða að samskiptin og boðleiðir okkar og ráðuneytis hafa einfaldast og styðst. Í dag er BÍL með reglulega fundi með ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisinL mætti til fyrsta fundar nokkuð vel nestað eftir vel heppnaðan starfsdag þar sem farið var yfir útgefna menningaráætlun nýs ráðherra. Í þeirri vinnu sem kynnt var ráðherra á fyrsta fundi var að sjálfsögðu fremst á verkefnalistanum að koma starfslauna frumvarpi í gegn. Sem eins og þingheimur veit hefur tekið óratíma. Strandar núna fyrst og fremst á fjármagni, en vilji ráðherra er skýr og hefur verið í orði kveðnu veruð jákvæður og vonir standa til þess að nýtt frumvarp verði lagt fram á vorþingi. Ráðherra hækkaði einhliða starfslauna greiðsluna í síðustu úthlutun sem var til mikilla bóta, um 80 þúsund. En þá vantar þó nokkuð upp á upphæðina til þess að hún haldi sama kaupmætti og 2009 þegar þessi lög voru sett.

Önnur mál sem fyrirferðamikil hafa verið í samtali við ráðuneyti er stofnun nýrrar Þjóðarperu. Tveir starfshópar hafa verið starfandi frá upphafi þeirrar vinnu. Sá seinni skilaði af sér fyrir nokkru og verkefnastjóri hefur verið ráðinn til þess að fylgja eftir hugmyndum hópsins. Það er ljóst að samhliða hugmyndum um Þjóðaróperu er verið að vinna að samlegð  fleiri stofnana sviðslista og tónlistar, til þess að nýta þekkingu og styrkja umsýslu og rekstur stofnana sem eru á pari við þennan menningarrekstur. BÍL hefur fyrir sitt leyti lýst yfir ánægju og áhuga á þessari nálgun og stutt hana og talið skynsamlegt að þær stofnanir sem unnið geta saman á þessum vettvangi samnýti krafta sína.

Þau stóru mál sem bíða haustsins í samstarfi við ráðuneytið er annars vegar vinna við höfundaréttarstefnu og endurskoðun vinnulögjafar með tilliti til umhverfis listamanna, hvoru tveggja var framarlega á lista BÍL í gögnum starfsdagsins frá janúar í fyrra.

 

Fjárlögin 

Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að með birtingu fjárlaga sé hin raunverulega menningarstefna stjórnvalda raungerð. Hvernig við lesum í hana og hvað hún boðar er líklega marktækasta yfirlýsingin um hvert stefnir og hver hugur stjórnvalda er í menningarmálum. BÍL sendi inn umsögn um  síðustu fjárlög, sem lesa má á heimasíðu bandalagsins, og helsta athugasemdir BÍL beindust að því, hversu verkefnasjóðir listgreina drógust saman frá því fyrir Covid tíma og svo hins vegar þá staðreynd að sjóður ráðuneytisins sjálfs  er orðinn stærsti útgjaldaþáttur málaliðar menningar í fjárlögum.  BÍL hefur óskað formlega eftir skiptingu þessa liðar en ekki fengið svör. Varðandi fagsjóðina sjálfa má telja sérstakt  að þeir hafi ekki sterkari stöðu eða meiri stöðugleika, að á hverju ári þegar fjárlög eru lögð fram þurfi listheimurinn að fletta upp í skjalinu og spyrja ok hvað má nota listsköpun í ár? Að sjálfsögðu eiga þessir sjóðir að vera stöðugir svo hægt sé að gera áætlanir og listgreinarnarnar hafi eitthvert útsýni fram á við. Upp í 30% sveiflur á þessum sjóðum milli ára er afleitt. Spurning er hvort hægt er að festa með lögum upphæðirnar samanber launasjóðinn.

Á móti hefur verið bent á og því haldið fram að framlög hins opinbera til menningar hafi stóraukist á undanförnum árum og þá vísað til endurgreiðslu kerfa bæði kvikmyndagerðar og bókaútgáfu. Tökum sem dæmi 400 milljón króna framlag til bókaútgáfu sem er sjóður sem einn og sér er fjórum sinnum stærri en flestir verkefnasjóðir listgreinanna.  Eðlilega er þetta fagnaðarefni fyrir bókaútgefendur og með gögnum hagstofunnar um fjölda starfandiá rökstyðja að þessi sjóður hafi skilað árangri, því aukning á störfum við bókaútgáfu frá upphafi þessa sjóðs er um 40%. En hvort þessi sjóður hafi skilað betri kjörum eða styrkt afkomu rithöfunda er hvergi hægt að fá staðfest. Þetta er dæmi um hversu hagtölur og efnahagslegir kvarðar geta unnið gegn baráttu listamanna séu þeir lesnir án þekkingar á umhverfinu. Sé jöfnun ríkisbókhaldsins leiðarljósið í ráðstöfun fjármagns til menningar munum við færa fjármagnið ofar í fæðukeðjuna, þar sem hagvísarnir greina inn og útstreymið og listamenn munu eiga að  þrífast á brauðmolunum sem hripa niður fæðukeðjuna. Þess vegna er ekki hægt að leggja að jöfnu endurgreiðslu umhverfið og verkefnasjóði og starfslaun. Nema að þetta verði meðvituð stefna, að ríkisvaldið vilji færa fjármögnun listsköpunar í þetta form, þá er það menningarstefna.

 

Óperu mál Þóru Einarsdóttur

Mál Þóru Einarsdóttur vannst fyrir Landsdómi sem var heildar umhverfi listamanna mjög mikilvægt í ljósi þess að flest ráðningarsambönd sjálfstætt starfandi  listamanna er með svipuðum hætti

Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Íslensku Óperunni var óheimilt að semja um lægri greiðslur en kjarasamningur ÍÓ, FÍH og FÍL frá 2000 kveður á um. Fullyrðing ÍÓ  um að samningurinn næði aðeins til fastráðinna söngvara var hafnað af dómnum. Í samningnum kemur beinlínis fram að að hann eigi við um þá sem eru ráðnir „í viðkomandi verkefni“ og vísað til hans sem samnings um „kaup og kjör lausráðinna söngvara“. Það hvernig greiðslur fara fram þ.e. í formi verklauna hefur enga þýðingu varðandi það hvort fara eigi eftir kjarasamningunum. Réttarsambandið er hefðbundið vinnuréttarsamband. Þá bar Íslensku Óperunni, samkvæmt kjarasamningnum að greiða launatengd gjöld ofan á öll laun. ÍÓ var ekki heimilt að losna undan skuldbindingum sínum með því að semja um greiðslu í formi verklauna. Niðurstaða málsins var mikilvægt réttindamál ekki eingöngu fyrir  söngvara, því sambærilegir samningar sjálfstætt starfandi listamanna á grunni samninga sinna fagfélaga er staðfestur með þessum dómi .

 

Heiðurslaun listamanna

Í upphafi árs var töluverð umræða um heiðurslaun listamanna þar sem allsherjar og menntamálanefnd þingsins nýtti ekki svigrúm til að skipa nýja listamenn á lista heiðurslauna. Eins og vitað er hefur verið nokkur vandræðagangur á meðferð heiðurslauna Alþingis. BÍL hefur gert athugasemdir við að hin ráðgefandi nefnd sem BÍL á fulltrúa í hefur ítrekað verið hundsuð í áliti sínu, auk þess sem lögin um heiðurslaun kveða ekki skýrt á um hlutverk ráðgjafanefndarinnar.  Menningar og allsherjarnefnd fór þá leið að auglýsa  eftir tillögum að einstaklingum. Niðurstaða nefndarinnar í lok síðasta árs var samt á endanum með þeim hætti að þeir listamenn sem komu inn á heiðurslauna listann voru að tillögu umsagnarnefndarinnar.  Enda nokkur sátt að segja má, að þeir sem við bættust séu fyllilega vel að heiðrinum komnir.

 

LHÍ og Bakland Listaháskóla íslands. 

Listaháskólinn hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum árum, kannski sérstaklega vegna húsnæðismála en nú virðist hylla undir niðurstöðu í því máli. BÍL hefur um margra ára skeið bent á þá staðreynd að misrétti til náms sé innbyggt í rekstrarform LHÍ. Á meðan nemendur hafi kost á því að taka flestar námsgreinar á háskólastigi á nánast einföldu innritunargjaldi, nema þeir kjósi að taka sambærilegt nám í einkaskólum, þá er því ekki til að dreifa í listnámi. Eina leiðin til að stunda listnám á Íslandi í háskólum er í rándýru námi þar sem listamenn útskrifist með margra milljóna skuld í skólagjöldum. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um það að þetta skuli endurskoðað en ekki hafa sést nein merki um breytingar í þá veru í störfum alþingis.

BÍL er nú aftur virkt í Baklandi LHÍ og á forseti BÍL sjálfkrafa sæti í stjórn Baklandsins. Nokkuð misjafnar skoðanir hafa verið innan BÍL um hvort bandalagið eigi að vera í Baklandi listaháskólans vegna mögulegra átaka félagana um kjör sinna félagsmanna sem starfa við LHÍ.

En rekstrarform LHÍ er með þeim hætti að Baklandið á þrjá af  fimm fulltrúum í stjórn skólans og það er mikilvægt að samfélag listamanna sé á bak við þessa fulltrúa skólans sem geti þá beitt sér í málefnum skólans hvort sem um er að ræða faglegar áherslur eða rekstur skólans.

 

Úkraína – alþjóðlegi dagur listarinnar

Alþjóðlegi dagur listarinnar var haldinn að venju þann 15. apríl. Það er ekki hægt að segja hátiðlega því samtök listamanna um allan heim helguðu þennan dag félögum sínum í Úkraínu í kjölfar  innrásssa. BÍL birti yfirlýsingar opinberlega og helgaði samfélagsmiðla sína listamönnum í Úkraínu.

 

Austurland

Forseti fór í heimsókn austur á land í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga í samstarfi við listamenn og fulltrúa menningarmála hjá Austurbrú. Tilgangurinn var tvíþættur, að heyra hljóðið í listamönnum sem starfa á Austurlandi og kanna möguleikann á því að stofna einhverskonar félag listafólks á svæðinu til að greiða fyrir um samtalsvettvang fyrir listamenn við sitt sveitarstjórnarstig, en ekki síður fyrir sveitarstjórnarstigið að hafa til einhvers hóps að leita með þennan sérhæfða málaflokk. Með í för var einnig Signý Leifsdóttir sem var verkefnisstjóri stefnumótunarvinnu Reykjavíkurborgar, kynnti hún fyrir sveitarstjórnarfólki á svæðinu þá vinnu og  til þess vonandi að opna sveitarstjórnarfólks fyrir verkfærinu sem menningarstefna er í samskiptum við sitt listafólk. Hvert þessi heimsókn leiðir er ekki fyrirséð en BÍL hyggur á fleiri slíkar ferðir í samstarfi við listamenn á landsbyggðinni til að auka samtal og mögulega opna leiðir og styrkja samfélag listamanna á landsbyggðinni.

 

Norrænt samstarf

Í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma tókst að halda fund norræna kunstner ráðsins. En hann var haldinn hér í Reykjavík í boði BÍL í byrjun október. Með þátttöku okkar, Dana, Finna og Svía. Norðmenn voru fjarverandi. Enn gengur erfiðlega að ná til frænda okkar í Færeyjum og Grænlandi. Það var mikill samhljómur með málflutningi allar bandalaganna.  Listamenn eru að takast á við sama vandamálið afleiðingar og eftirstöðvar samkomutakmarkana og alvarlegan niðurskurð á framlögum í málaflokknum í öllum löndum. Einnig var það reynsla flestra þessara landa sem funduðu að tímabil samkomutakmarkana hafði reynst samstöðu listamanna og þá sérstaklega milli greina erfitt og aukið á ágreining og átök. Við getum líklega klappað okkur á öxlina fyrir þá samstöðu sem við náðum í gegnum þennan tíma því það var af reynslu kollega okkar á Norðurlöndum greinilega ekki sjálfgefið.

Norrænu samtökin hafa að undanförnu verið mjög samtaka í andstöðu sinni við fyrirhugaðan niðurskurð norrænu ráðherranefndarinnar á framlögum til málaflokk menningar og sameiginlega skrifað í tvígang harðort erindi til ráðamanna til að mótmæla þeim áætlunum. Þeim erindum hafa svo samtökin fylgt eftir hver í sínu landi með samtölum við ráðherra og stjórnsýslu. Enda undarlegt að sækja fjármagn í grunna vasa menningarinnar til að rétta af loftslags samvisku okkar sem berum líklega minnsta ábyrgð á þeim vanda og teljum okkur jafnan frekar hluta af lausninni í þeirri baráttu en orsakavaldi.

 

 Inngilding og aðgengi.

Í lok árs varð umræðan um inngildingu og aðgengi jaðarsettra hópa mjög áberandi í menningarumræðunni. BÍL tók þátt í skipulagi og umræðu í samstarfi við Þjóðleikhúsið Öryrkjabandalagið, landssamtökin Þroskahjálp og fleiri í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust undir yfirskriftinni “samfélagsleg áhrif birtinga mynda í listum” Umræðan um þessi mál hefur verið nær yfirborðinu undanfarin misseri og þetta er ansi fjölbreytt og áhugaverð umræða. BÍL hefur talað fyrir þessum málstað í vinnu, eins og við menningarstefnu borgarinnar og víðar. Enda teljum við listina eitt öflugasta verkfærið í því að hefla niður þröskulda og múra aðgreiningar. Við verðum því að vera á vaktinni og taka því af alvöru þegar við sem listamenn eða listheimur fáum á okkur þá gagnrýni að vera í eðli okkar og uppbyggingu aðgreinandi. Listamenn og listin hefur verið málsvarai þeirra sem samfélagið snýr sínu blinda auga að og listamenn hafa deilt þessari reynslu í gegnum söguna að upplifa sig jaðarsetta í sínu eigin samfélagi. BÍL þarf og mun leggja sig fram um að vera vakandi á þessari vakt og koma auga á og leiðrétta þá hluti sem eru tæknilega hindrandi í umhverfi listarinna og til þess fallnir að jaðarsetja fólk.

 

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna – 2022 og trúnaðarstörf.

Stjórn BÍL er skipuð formönnum aðildarfélaga bandalagsins. Eftirtalin skipuðu stjórn BÍL í umboði síns félags á árinu 2022. Í kjölfarið er listi þeirra einstaklinga sem sinntu trúnaðarstörfum fyrir BÍL á liðnu ári.

 

Arkítektafélag Íslands – AÍ, Sigríður Maack, formaður,  varamaður: Hildur Steinþórsdóttir

Danshöfundafélag Íslands – DFÍ, Katrín Gunnarsdóttir, formaður, varamaður: Katrín Ingvadóttir / Tinna Grétarsdóttir

Félag íslenskra hljómlistarmanna – FÍH, Gunnar Hrafnsson, formaður

Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum – FÍL,  Birna Hafstein, formaður

Félag íslenskra listdansara – FÍLD, Irma Gunnarsdóttir, formaður, varamaður: Guðmundur Helgason / Anna Norðdahl

Félag íslenskra tónlistarmanna – FÍ,  Hallveig Rúnarsdóttir, formaður, varamaður: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Félag kvikmyndagerðarmanna – FK, Steingrímur Dúi  Másson, formaður, varamaður: Sigríður Rósa Bjarnadóttir

Félag leikskálda og handritshöfunda – FLH, Margrét Örnólfsdóttir, formaður, varamaður: Huldar Breiðfjörð

Félag tónskálda og textahöfunda – FTT, Bragi Valdimar Skúlason, formaður.

Rithöfundasamband Íslands – RSÍ, Karl Ágúst Úlfsson, formaður/Margrét Tryggvadóttir varaformaður, varamaður:  Vilborg Davíðsdóttir

Samband íslenskra myndlistarmanna – SÍM, Anna Eyjólfsdóttir, formaður, varamaður: Hlynur Helgason.

Samtök kvikmyndaleikstjóra – SKL, Ragnar Bragason, formaður, varamaður: Ása Helga Hjörleifsdóttir

Tónskáldafélag Íslands – Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður, varamaður: Þuríður Jónsdóttir

Félag leikstjóra á Íslandi – FLÍ, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður, varamaður: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Félag leikmynda og búningahöfunda – FLB, Eva Signý Berger, formaður

 

Margrét Örnólfsdóttir hefur gengt starfi ritara stjórnar, Gunnar Hrafnsson hefur sinnt stöðu gjaldkera. Lúðvík Júlíusson hefur séð um bókhald BÍL og endurskoðandi er Helga Björk Þorsteinsdóttir. Skoðunarmenn reikninga 2022 voru Ragnheiður Tryggvadóttir og Guðmundur Helgason.

 

Fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna í nefndum og ráðum:                                   

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar. Áheyrnarfulltrúi: Erling Jóhannesson. Varamaður: Anna Eyjólfsdóttir

Fulltrúar BÍL í faghópi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.

Björg Brjánsdóttir, tónlistarmaður. Varamaður: Elvar Bragi Kristjónsson, tónlistarmaður

Víkingur Kristjónsson, sviðslistamaður. Varamaður: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir , sviðslistamaður

Sigurlín Bjarney Gísladóttir, rithöfundur. Varamaður: Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur

Freyja Eilíf Logadóttir, myndlistarmaður. Varamaður: Pétur Thomsen, myndlistarmaður

Kvikmyndaráð – Bergsteinn Björgúlfsson – 29.11.19–29.11.23 – Varamaður: Sigríður Rósa Bjarnadóttir

Fulltrúaráð Listahátíðar – Erling Jóhannesson

Stjórn listamannalauna – Ásgerður Júníusdóttir, varamaður: Guðmundur Helgason

Stjórn Skaftfells – Anna Eyjólfsdóttir, varamaður: Erling Jóhannesson

List án landamæra – Margrét Pétursdóttir, varamaður: Erling Jóhannesson

Listráð Hörpu – Ásmundur Jónsson

Umsagnarnefnd vegna heiðurslauna Alþingis – Páll Baldvin Baldvinsson – 09.10.17, varamaður: Þórunn Gréta Sigurðardóttir

Höfundarréttarráð – Erling Jóhannesson – 01.08.18–01.08.22

Stjórn Barnamenningarsjóðs – Áslaug Jónsdóttir, varamaður: Erling Jóhannesson

Fulltrúi BÍL í nefnd um endurskoðun Barnamenningarsjóðs.  Erling Jóhannesson

List fyrir alla – samráðshópur Hildur Steinþórsdóttir, Felix Bergsson (hefur aldrei verið virkjaður)

List fyrir alla – valnefnd, Rebekka A. Ingimundardóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Austurbrú, fagráð menningar – Hlín Pétursdóttur Behrens – maí 2019.

Menningarsjóður Guðjóns Samúelssonar – Erling Jóhannesson

Nordisk kunstnerråd – Erling Jóhannesson

Stjórn Gljúfrasteins – Erling Jóhannesson

Valnefnd Kjarvalstofu í París – Sindri Freysson, Eyrún Sigurðardóttir

Fulltrúar í seinni undirbúningsnefnd fyrir stofnun Þjóðaróperu. Arnbjörg María Daníelsen, varmaður, Bjarni Thor Kristinsson

Fulltrúi BÍL í sjálfbærniráði – Erling Jóhannesson, varamaður Sigríður Rósa Bjarnadóttir