Að venju lagði stjórn BÍL fram lista með 15 nöfnum, sem Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur gat valið úr 5 í svokallaða fagnefnd ráðsins. Sú nefnd fer yfir umsóknir um starfsstyrki sem ráðið veitir til menningar og lista.

Á fundi ráðsins, föstudaginn 10. október, voru eftirtaldir valdir í fagnefndina:

Sigrún Sigurðardóttir, menningarfræðingur

Ívar Valgarðsson, myndlistarmaður

Hulda Björk Garðarsdóttir, söngkona

Ólafur J. Engilbertsson, hönnuður og gagnrýnandi

Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri

Fagnefndin leggur niðurstöður sínar fyrir Menningar- og ferðamálaráð, sem væntanlega mun tilkynna um úthlutanir fyrir næstkomandi áramót.