Frestur til skila umsóknum til Menningaráætlunar ESB vegna evrópskra samstarfsverkefna á sviði menningar og lista rennur út 31. október n.k. Umsóknargögn hafa verið einfölduð frá því sem var og umsóknarferlinu skipt þannig að ekki þarf að skila ítarlegum fylgigögnum nema verkefni komist í gegnum fyrstu síu. Starfsmenn Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar aðstoða umsækjendur á öllum stigum umsóknar. Sjá nánar á www.evropumenning.is