Þann 12. janúar sl. var aðildarfélögum BÍL sent boð um aðalfund BÍL 2016. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 13. febrúar nk. í Iðnó og hefst kl. 13:00. Í samræmi við ákvörðun stjórnar BÍL verður málþinginu, sem síðustu ár hefur verið haldið í tengslum við aðalfundinn, frestað fram í mars og verður boðað til þess sérstaklega. Ráðgert er að það muni fjalla um málefni tengd höfundarrétti.
Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritaraLögmæti fundarins kannað og staðfes
- Fundargerð síðasta aðalfundar
- Skýrsla forseta um starf BÍL 2015
- Ársreikningar 2015
- Kosning forseta
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Starfsáætlun 2016
- Önnur mál
- Erindi um höfundarrétt
Í lok fundarins er gert ráð fyrir að fundarmenn fái kynningu á lagafrumvörpum þeim sem liggja fyrir Alþingi um þessar mundir og fjalla um höfundarrétt. Meiningin er að slík innsýn geti verið gagnlegur undirbúningur undir málþing BÍL um höfundarrétt, sem nefnt er í inngangi þessa fundarboðs.
Ekki liggja neinar tillögur að lagabreytingum fyrir fundinum og samkvæmt 10. gr. laga BÍL þarf að senda út með fundarboði veigamiklar tillögur, sem bera á undir atkvæði á fundinum. Engar slíkar tillögur hafa borist stjórn og því ekki gert ráð fyrir dagskrárliðnum „ályktanir“. Annað hvert ár fer fram á aðalfundi kosning forseta Bandalagsins auk þess sem þá eru kjörnir skoðunarmenn reikninga. Framboð/tillögur til þessara embætta þurfa að hafa borist stjórn eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.
Um aðalfund fer skv. lögum BÍL, sem eru aðgengileg á heimasíðu BÍL. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa með atkvæðisrétt til setu á fundinum, þannig að hvert aðildarfélag fer með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Samkvæmt lögum BÍL ber félögum að senda inn greinargerð um störf aðildarfélaganna og tilkynna um aðalfundarfulltrúa a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Þá er minnt á að allir félagsmenn aðildarfélaganna eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt, því er hvatt til þess að félögum sé kynnt dagsetning fundarins með góðum fyrirvara. Formenn eru minntir á að senda þátttökulista í síðasta lagi viku fyrir aðalfund, þ.e. 6. febrúar nk.