Aðalfundur BÍL verður haldinn í Iðnó, laugardaginn 9. janúar. Hann hefst klukkan eitt eftir hádegið með venjulegum aðalfundarstörfum. Síðar um daginn verður umræða um hina fyrirhuguðu Íslandsstofu.

Reykjavík, 23. desember 2009

 

Aðalfundarboð

Hér með er boðað til aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna laugardaginn 9. janúar 2009. Fundarstaður verður Iðnó við Tjörnina.

Kl. 13:00 Hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla forseta, reikningar, stjórnarkjör, skýrslur aðildarfélaga, ályktanir, önnur mál.

 

Í lögum BÍL stendur:

Hvert aðildarfélag skal skila skriflegri greinargerð um starfsemi sína og tilnefningu fulltrúa a.m.k. hálfum mánuði fyrir aðalfund, ásamt félagatali og lagabreytingum.

Á stjórnarfundi 14. desember sl. var samþykkt að birta skýrslur aðildarfélaga á vefsíðu BÍL, en láta í staðinn af lestri þeirra á aðalfundi.

 

Kl. 15:00 Kaffi

Kl 15:30 Málþing um Íslandsstofu

Kl. 16:30 Kveðjuskál

 

Í lögum BÍL stendur ennfremur:

Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundi með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði.

Þegar um sambandsfélög er að ræða, geta þau auk þess tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan síns sambands.

 

Ágúst Guðmundsson

Forseti BÍL