3. desember var eftirfarandi ályktun samþykkt á fundi stjórnar BÍL:
Stjórn BÍL undrast síðustu ráðstafanir yfirstjórnar Ríkisútvarpsins sem miða að því að skerða innlenda dagskrá og segja upp dýrmætum vinnukrafti. Á óvissu- og örlagatímum eins og þeim sem þjóðin nú lifir er þörfin á efnisríkri umfjöllun meiri en nokkru sinni.
Ríkisútvarpinu ber að rækja lögbundnar skyldur sínar um innlenda dagskrá og metnaðarfulla menningarstefnu, fjalla um íslenskan veruleika, framkalla hann og skilja. Lykilatriði er að samningur RÚV við menntamálaráðuneytið um nýsköpun í dagskrárgerð verði uppfylltur undanbragðalaust.
Tilgangur og tilverugrundvöllur Ríkisútvarpsins felst fyrst og fremst í innlendri dagskrá. Bandalag íslenskra listamanna hvetur þá sem málið varða – íslensku þjóðina – að fylkja sér um þá stefnu og fylgja henni eftir.