– hvernig upplifa íslenskir og erlendir listamenn á Íslandi norrænt samstarf á sviðum lista og menningar?

 

Ráðgjafahópur Norræna menningarsjóðsins stendur fyrir opnum fundi í kjallara Alþjóðahússins mánudagskvöldið 31. ágúst klukkan 20. Markmið fundarins er að fjalla um mikilvægi samstarfs á vettvangi lista og menningar, sérstaklega með tilliti til innflytjenda á Norðurlöndunum. Þrír góðir gestir munu fjalla um málið frá sinni hlið og vekja upp spurningar á borð við: Hvað er norræn menning? Hvernig upplifa listamenn af erlendum uppruna á Íslandi norræna samvinnu? Hvaða tækifæri gefast og hvaða hindranir eru í veginum?

 

Gestir fundarins eru:

Bernd Ogrodnik, brúðuleikari

Karen María Jónsdóttir, fagstjóri dansdeildar Listaháskóla Íslands

Stefán Baldursson, óperustjóri og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna Menningarsjóðsins

 

Nánari upplýsingar gefa Oddný Sturludóttir (S: 698 0033) og Einar Skúlason (S: 663 2113).