Síbería, Sakha-Jakútíja, menningarhús Ísjaka er staðsett rétt við Maríuhöfn í Hvalfirði.

Húsið er eingöngu leigt til félagsmanna SÍM og félagsmanna aðildarfélaga BÍL – Bandalags íslenskra listamanna.

Húsið verður leigt eina viku í senn, en hægt er að bóka strax því laust er í júní.

Þetta hús er í eigu Kjuregej Alexöndru Argunova, listakonu. Hún er fædd í Jakútíu en býr og starfar hér á Íslandi.

Ríkisstjórn Jakútíu ákvað á sínum tíma að gefa efni í hefbundið jakútískt hús og lét flytja til Íslands með stuðningi íslenska menntamálaráðuneytisins. Húsið stendur á landi Alexöndru við Maríuhöfn í Hvalfirði. Húsið ber að umgangast með virðingu og natni.

Húsið skal nota til að skapa LIST og KÆRLEIKA, FRIÐ og VINÁTTU

Húsið er staðsett í landi Neðra-Háls, á Hálsnesi í Kjós, Hvalfirði í um 45 mín akstur frá Reykjavík.

Það er 5 mín akstur í Hvammsvík þar sem er heitur pottur og hægt að fara í golf, silungaveiði ofl.

Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum. Húsið er opið og bjart, með arni í stofu og svefnplássi fyrir allt að 4 manns.

Vikan er leigð á kr. 30.000.- og leigt er frá föstudegi til föstudags.

Myndir og nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu SÍM:

http://sim.is/Index/Islenska/Hagnytt/OrlofshusSIM/