Stjórn BÍL hitti mennta- og menningarmálaráðherrra í morgun, ásamt völdum embættismönnum, til að ræða þau mál sem útaf stóðu eftir samráðsfundinn með ráðherranum 2. apríl í vor. Það voru málefni listmenntunar og höfundarréttar, sem eru mikilvægir þættir í starfsumhverfi listafólks. Fyrir fundinum lá minnisblað frá stjórn BÍL sem fer hér á eftir:

Á samráðsfundi stjórnar BÍL og mennta- og menningarmálaráðherra, sem haldinn var 2. apríl 2014, náðist ekki að ræða tvö málefni til hlítar:

a) málefni höfundarréttar
b) málefni tengd listmenntun á öllum skólastigum og aðkomu listamanna að listuppeldi barna og ungmenna.

Höfundarréttur:

  • Höfundarréttur; mikilvægt er að stjórnvöld séu bandamenn listafólks í baráttunni fyrir réttlátum hlut rétthafa af miðlun efnis sem nýtur verndar skv. höfundalögum
    – tryggja þarf rétthöfum sanngjarna þóknun fyrir það efni sem miðlað er um netið
    – komið verði á samstarfi við gagnaveitur og símafyrirtæki um fyrirkomulag innheimtu

– leggja gjöld á öll tæki sem nota má til afritunar og breyta reglugerðum/lögum í því skyni

– tryggja að löggjöf endurspegli framfarir í regluverki ESB um greiðslur til rétthafa
– standa vörð um menningarlega fjölbreytni t.d. með því að undanskilja list- og menningartengdar „afurðir“ og þjónustu í TTIP-samningum um fríverslun ESB og USA
– tryggja innheimtu vegna útleigu bókasafna á kvikmyndum og tónlist (sbr. bókasafnssjóður)
– reglur um fylgiréttargjald fylgi þróun í ESB, sbr. samkomulag þar um frá feb. 2014

Málefni tengd listmenntun og listuppeldi barna og ungmenna:

  • Listaháskóli Íslands – lykill að frumsköpun, samlegð listgreinanna mikilvæg, leysa þarf bráðavanda í húsnæðismálum skólans, efla meistaranám, tryggja fé til rannsókna, móta stefnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi (sbr. skýrslur mmrn og LHÍ)
  • Rannsóknir í listum – ekki minnst á listtengdar rannsóknir í áætlun Vísinda- og tækniráðs 2014 – 2016, aðgangur listamanna að rannsóknarsjóðum afar takmarkaður, tækniþróunarsjóður og innviðasjóður lokaðir listafólki
  • Skólastigin þrjú – mismunandi ábyrgð eftir skólastigum; grunn-, mið- og framhaldsstig, hvað varð um umræðuna um að ríkið bæri ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigsins? Listnám á framhaldsstigi er víða með miklum blóma en nýtur ekki viðurkenningar sem skyldi
  • Málefni tónlistarskólanna – endurnýjuð lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarfræðslu nr. 75/1985, hvað varð um tillögu nefndar frá í janúar 2013? Eða lagfæringar samkomulagsins frá 13. maí 2011?
  • Listdansinn –hálfstigið skref frá 2005, staða dansskólanna verði sambærileg við tónlistarskólana, bráðabirgðastyrkir ófullnægjandi, samtalið við sveitarfélögin flókið án aðkomu ráðuneytisins, dansinn þarf svipaða úrlausn og tónlistarfræðslan.
  • Kvikmyndanám á framhaldsstigi – sinna þarf kvikmynda- og myndlæsi í almenna skólakerfinu, Bíó Paradís hefur fræðsluhlutverk sem eðlilegt er að nýta.
  • Sviðslistirnar – sviðslistalögin, sviðslistamiðstöð sú eina sem enn er óstofnuð, meistaranám í sviðslistum og nauðsynlegar úrbætur í húsnæðismálum sviðslistadeildar LHÍ við Sölvhólsgötu.
  • Ópera – fræðslustarf ÍÓ, hlutverk óperustúdíós, ótal tækifæri sem nýta má betur.
  • Listir og skóli – námsskrá, Tónlist fyrir alla, Skáld í skólum, Litróf listanna, Menningar-bakpokinn, samstarf við Reykjavíkurborg og Samb.sveitarfélaga, hvenær er að vænta niðurstöðu starfshóps ráðuneytisins um barnamenningu?
  • Gæði náms – hvaða vinna er í gangi til að tryggja gæði þess listnáms sem veitt er á grunn- og framhaldsstigi?