Á stjórnarfundi 10. mars lagði forseti fram tillögu um að stofnað yrði Kjarafélag BÍL. Því er ætlað að ganga í BHM, en umsókn um það verður tekinn fyrir á aðalfundi BHM í aprílbyrjun.Tillagan var samþykkt einróma.

Kjarafélagið mun sinna sjúkratryggingum og orlofsmálum.Boðið er upp á tvenns konar aðild: annars vegar að sjúkrasjóðnum einum, hins vegar upp á aðild að sjúkra- og orlofssjóðum.

Fyrsta stjórn Kjarafélags BÍL var kjörin á fundinum. Formaður er Björn Th. Árnason, en með honum sitja í stjórn Áslaug Thorlacius, Hjálmtýr Heiðdal, Karen María Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson.