Fimmtudaginn 27. mars kom stjórn BÍL til fundar við menntamálaráðherra. Þessi árlegi fundur með menntamálaráðuneytinu var að venju haldinn í Ráðherrabústaðnum.

BÍL hafði sent á undan sér 9 síðna málefnaskrá. Fyrst voru þar taldar upp ályktanir BÍL frá síðasta aðalfundi, en síðan komu þau mál sem formenn hinna ýmsu félaga vildu orða við ráðherrann.

Í svörum Þorgerðar Katrínar kom það meðal annars fram að hún hyggist taka listamannalaunin föstum tökum á árinu með lagabreytingu í huga, sem lögð verði fyrir Alþingi í haust. Hafði hún góð orð um að hafa forseta BÍL með í ráðum.