Morgunverðarfundur fimmtudaginn 29. maí kl. 08.30-10.00 á Grand Hótel.

Eru list og viðskipti andstæður?

Hvað er menningarhagkerfi?

Er útflutningur lista háður opinberum styrkjum?

Útflutningsráð Íslands og Bandalag íslenskra listamanna bjóða til morgunverðarfundar. Umfjöllunarefni fundarins er útflutningur íslenskrar listar. Munu þrír fræðimenn velta fyrir sér spurningum sem varða stöðu listar innan hagkerfisins, hvernig list getur skapað þjóðfélaginu tekjur og hvort ríkið eigi að skipta sér af útflutningi listar með styrkjum.

 

Erindi flytja:

Margrét Sigrún Sigurðardóttir, aðjúnkt við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Gunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor við Mannfræðistofnun Háskóla Íslands.

Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á Bifröst.

Fundarstjóri verður Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Fundurinn er öllum opinn. Skráning fer fram í gegnum netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000.

 

Nánari upplýsingar veitir Bergur Ebbi Benediktsson verkefnisstjóri, bergur@utflutningsrad.is