Ályktanir aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna, sem haldinn var í Iðnó við Reykjavíkurtjörn 16. febrúar 2008.

 

1. Ályktun um menningarstefnu

Aðalfundur BÍL óskar eftir því að menntamálaráðuneytið móti og gefi út menningarstefnu til fjögurra ára í senn, í samvinnu við listamenn, þar sem mörkuð er sú stefna sem tekin verður í uppbyggingu og framþróun menningar og lista á Íslandi.

 

2. Ályktun um skattprósentu á tekjur af hugverkum

Bandalag íslenskra listamanna skorar á stjórnvöld að viðurkenna hugverk sem eign, er lúti sömu lögmálum og aðrar eignir á borð við húsnæði og hlutabréf, og beri samkvæmt því 10% fjármagnstekjuskatt.

 

3. Ályktun um starfslaun listamanna.

Enn hefur lögum um starfslaun listamanna ekki verið breytt til batnaðar. Brýnt er að þau verði endurskoðuð hið fyrsta, einkum með tilliti til þess að heildarfjöldi launanna hefur staðið í stað í heil ellefu ár. Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna krefst þess að þetta verði leiðrétt, sjóðurinn efldur til að mæta núverandi þörf og launin jafnframt bundin raunhæfri viðmiðun.

 

Dagskrá fyrir aðalfund BÍL sem haldinn var í Iðnó laugardaginn 16. febrúar 2008:

Kl. 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla forseta, reikningar, stjórnarkjör, skýrslur aðildarfélaga, ályktanir, önnur mál. Engar tillögur að lagabreytingum hafa borist. Minnt er á skriflegar skýrslur hvers félags, sem skulu fluttar og lagðar fram á fundinum.

Kl. 13:30 Hádegisverður

Kl. 14:00 Opið málþing um framtíðarmótun menningarstefnu. 4-5 örstutt erindi verða flutt og síðan verða panel-umræður.

Kl.16.00 Kveðjuskál

 

Í lögum BÍL stendur:

Auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundi með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag hefur fimm atkvæði. Þegar um sambandsfélög er að ræða, geta þau auk þess tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan síns sambands.