Saga BÍL

Bandalag Íslenskra listamanna var stofnað á Hótel Heklu 6. september 1928.

Bandalagið var hugsað sem bæði menningarpólitískt afl og hagsmunasamtök listamanna. Tilgangurinn með stofnun BÍL var að sameina listamamenn landsins í eitt stórt og öflugt félag sem ynni að sameiginlegum hagsmunamálum íslenskra listamanna á breiðum grundvelli. Markmið starfseminnar er að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innan lands og utan, gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla með þeim samstöðu og samvinnu. Aðalhvatamaður að stofnun bandalagsins var Jón Leifs, tónskáld, en honum og fleiri listamönnum þess tíma, sem höfðu menntað sig og starfað erlendis, fannst tímabært að hleypa nýjum straumum inn í íslenskt samfélag og rjúfa menningarlega einangrun þess. Þeim fannst óviðeigandi það ástand sem íslenskir listamann bjuggu við, þar sem þeir voru í raun réttlausir ölmusumenn og helst álitnir byrði á samfélaginu.

Fyrsta stjórnin:

Gunnar Gunnarsson formaður
Jón Leifs ritari
Guðmundur Einarsson gjaldkeri

Varamenn í stjórn:

Guðmundur Hagalín
Páll Ísólfsson
Finnur Jónsson

Stofnfélagar:

Annie Leifs
Ásgrímur Jónsson
Ásmundur Sveinsson
Björgvin Guðmundsson
Brynjólfur Þórðarson
Davíð Stefánsson
Dóra Sigurðsson
Eggert Laxdal
Eggert Stefánsson
Einar Benediktsson
Emil Thoroddsen
Emil Valters
Finnur Jónsson
Friðrik Ásmundsson Brekkan
Guðmundur Einarsson
Guðmundur Friðjónsson
Guðmundur G. Hagalaín
Guðmundur Kamban
Gunnar Gunnarsson
Gunnlaugur Blöndal
Halldór Kiljan Laxness
Haraldur Sigurjónsson
Indriði Einarsson
Jakob Thorarensen
Jóhann Jónsson
Jóhannes Kjarval
Jón Jónsson
Jón Leifs
Jón Stefánsson
Jón Sveinsson
Jón Þorleifsson
Júlíana Sveinsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Kristján Albertsson
Kristmann Guðmundsson
Nína Sæmundsson
Páll ísólfsson
Pétur Jónsson
Ríkarður Jónsson
Sigfús Einarsson
Stefán frá Hvítadal
Þórbergur Þórðarson
Þórarinn Jónsson