Um BÍL

Bandalag íslenskra listamanna, skammstafað BÍL, er bandalag fagfélaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er tilgangur þess fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla með þeim samvinnu og samstöðu. Aðild að BÍL geta þau félög listamanna átt sem starfa á atvinnugrundvelli að listsköpun og listflutningi og eru formenn þeirra sjálfkjörnir í stjórn BÍL.

Forseti er kjörinn til tveggja ára í senn og er hann talsmaður stjórnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við og gagnvart stjórnvöldum. Stjórn BÍL skipar fulltrúa listamanna í ýmis ráð og nefndir á vegum ríkis og borgar, auk þess sem hún er umsagnaraðili fyrir stjórnvöld um flest þau mál er snerta listir og menningu.

Fulltrúar BÍL í nefndum og ráðum eru :

Áheyrnarfulltrúar í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur: Kolbrún Halldórsdóttir/Pétur Gunnarsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir/Erla Þórarinsdóttir

Fulltrúar í faghópi Menningar- og ferðamálaráðs: Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður, Randver Þorláksson leikari, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaleikstjóri og Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur og þýðandi.

Kvikmyndaráð: Ágúst Guðmundsson, Ásdís Thoroddsen varamaður

Barnamenningarsjóður: Karen María Jónsdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir varamaður

Fulltrúaráð Listahátíðar: Kolbrún Halldórsdóttir

Stjórn listamannalauna: Margrét Bóasdóttir, Randver Þorláksson varamaður

Fulltrúi í stjórn Skaftfells – listamiðstöðvar: Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ásta Ólafsdóttir varamaður.

Fulltrúi í stjórn listahátíðarinnar List án landamæra: Edda Björgvinsdóttir

Fulltrúi í verkefni Reykjavíkurborgar um Menningarfána: Karen María Jónsdóttir.

Bandalag íslenskra listamanna, BÍL
Pósthólf 637
IS-121 Reykjavík
sími: 862 4808
netfang: bil@bil.is
kennitala: 440169-2959

Comments are closed.