Aðalfundur BÍL, Bandalags íslenskra listamanna var haldinn í Iðnó við Reykjavíkurtjörn laugardaginn 30 október sl..

Á fundinum var Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur kjörinn forseti BÍL til næstu tveggja ára, en Tinna Gunnlaugsdóttir, sem verið hefur forseti síðastliðin sex ár, tekur senn við embætti Þjóðleikhússtjóra.

Nýtt aðildarfélag, Leikskáldafélag Íslands, stofnað 1974, var tekið inn í BÍL og er það 14. aðildarfélagið.

Auk venjulegra aðalfundar starfa var kynnt á fundinum stefnumótunarverkefni um framtíðarsýn fyrir íslenskt listalíf til ársins 2008, sett fram í tilefni af 75 ára starfsafmæli BÍL á síðasta ári.

Auk þess voru samþykktar nokkrar ályktanir.