Þing Evrópusambandsins hefur samþykkt lög sem vernda höfundarétt á netinu. Þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi í réttindabaráttu listamann fyrir sjálfsögðum greiðslum fyrir vinnu sína. Athygglisvert er að í umfjöllun fjölmiðla hér á landi hefur öll áherslan verið á hversu umdeild þessi lagasetning er og einörð andstaða ákveðinna stjórnmálaafla, sem hafa fylkt sér um hagsmuni stórfyrirtækja til dreifingar á höfundarvörðu efni, frekar en sjálfsögðum rétti listamanna að fá tekjur af verkum sínum. Það má lesa nánar um lögin hér.