1. janúar síðastliðinn var aðildarfélögum BÍL sent fundarboð aðalfundar 2020. Fundurinn verður haldin í Iðnó laugardaginn 29. Febrúar og hefst klukkan 14:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögmæti fundarins kannað og staðfest
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar
  4. Skýrsla forseta um starf BÍL 2019
  5. Ársreikningar 2019
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning forseta
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Starfsáætlun 2020
  10. Önnur mál

 

Ekki liggja fyrir fundinum neinar tillögur að lagbreytingu.

Aðalfund BÍL fer fram skv. lögum Bandalagsins, sem eru aðgengileg á heimasíðunni. Minnt er á að auk stjórnarmanns getur hvert aðildarfélag tilnefnt fjóra fulltrúa til setu á aðalfundinum með atkvæðisrétt, þannig að hvert aðildarfélag fer með fimm atkvæði. Sambandsfélag getur að auki tilnefnt einn fulltrúa fyrir hvert sjálfstætt starfandi félag innan sambandsins. Allir félagsmenn hafa seturétt á aðalfundi og er hvatt til þess að aðildarfélögin augýsi og hvetji félagsmenn til að mæta.

Samkvæmt lögum BÍL skal á aðalfundi annað hvert ár kjósa forseta og skoðunarmenn reikninga. Framboð/tillögur til þessara embætta þurfa að hafa borist stjórn eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.