Sjórn Bandalags íslenskra listamanna hélt 10 stjórnarfundi á árinu. Stjórn BÍL er skipðu formönnum aðildarfélaga bandalgsins. Eftirtaldi skipuðu stjórn bandalagsins í umboði sins félaga á árinu og í kjölfarið er listi þeirra einstaklinga sem tóku að sér trúnaðarstörf á þess vegum

  • Arkitektafélag íslands; AÍ – Helgi Steinar Helgason, formaður
  • Danshöfundafélag Íslands; DFÍ – Katrín Gunnarsdóttir, formaður, varamaður Katrín Ingvadóttir / Tinna Grétarsdóttir
  • Félga íslenskra Hljómlistamanna; FÍH – Gunnar Hrafnsson, formaður, tók við af Birni Th Árnasyni haustið 2018.
  • Félag Íslenskra leikara; FÍL – Birna Hafstein, formaður
  • Félag íslenskra listdansara; FÍLD – Irma Gunnarsdóttir, formaður, varamaður Guðmundur Helgason/Anna Norðdahl
  • Félag íslenskra tónlistarmanna; FÍT – Hlín Pétursdóttir Behrens, formaður, varamaður Hallveig Rúnarsdóttir
  • Félag kvikmyndagerðarmanna; FK – Fahad Jabali, formaður, varamenn: Anna
  • Þóra Steinþórsd / Jóhannes Tryggvas.
  • Félag leikmynda og búningahöfunda ; FLB – Rebekka Ingimundardóttir, formaður.
  • Félag leikskálda og handritshöfunda; FLH – Margrét Örnólfsdóttir, forrmaður, varamaður: Salka Guðmundsdóttir/Huldar Breiðfjörð
  • Félag tónskálda og textahöfunda; FTT – Bragi Valdimar Skúlason, formaður
  • Rithöfundasamband Íslands; RSÍ formaður Karl Ágúst Úlfsson , formaður, Tók við af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur á vormánuðum, varamaður Vilborg Davíðsdóttir
  • Samband íslenskra myndlistarmanna; SÍM – Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Tók við af Jónu Hlíf á vormánuðum, varamaður Starkaður Sigurðsson
  • Samtök kvikmyndaleikstjóra; SKL – Dagur Kári Pétursson, formaður, tók við af Friðriki Þór Friðrikssyni á vormánuðum.
  • Tónskáldafélag Íslands; TÍ, – Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður, varamaður: Þuríður Jónsdóttir

Stjórnin hefur skipt með sér verkum með þeim hætti að Margrét Örnólfsdóttir hefur gengt starfi ritara stjórnar, Björn Th Árnason stöðu gjaldkera þar til hann lét af störfum á haustmánuðum og við tók Gunnar Hrafnsson. Friðgeir Kristinsson hefur séð um bókhald Bandalagsins og endurskoðandi er Helga Þorsteinsdóttir. Skoðunar menn reikninga 2018 voru Ragnheiður Tryggvadóttir og Guðmundur Helgason.

Fulltrúar BÍL í nefndum og ráðum (jan 2019)

Menningar- íþrótta og tómstundaráð Rvk.

  • Erling Jóhannesson Áheyrnarfulltrúi
    • Birna Hafstein varamaður
    • Bragi Valdimar Skúlason varamaður

Fulltrúar BÍL í faghóp menningar-íþrótta og tómstundaráðs.

  • Hávar Sigurjónsson – leikstjóri/leikskáld formaður
    • Varamaður: María Ellingssen Leikari/leikstjóri
  • Pétur Grétarsson – Tónlistarmaður
    • Varamaður: Helga Þórarinsdóttir – Tónlistarmaður
  • Sólveig Pálsdóttir – Rithöfundur
    • Varamaður: Sigurlín Bjarney Gísladóttir -Rithöfundur
  • Ástríður Magnúsdóttir – Myndlistarmaður
    • Varamaður: Sigtryggur Baldvinsson – Myndlistarmaður

Kvikmyndaráð

  • Margrét Örnólfsdóttir 10. 2016 – 14. 10. 2019
    • Bergsteinn Björgúlfsson varamaður

Fulltrúaráð listahátíðar

  • Erling Jóhannesson

Stjórn listamannalauna

  • Hlynur Helgason 10.2015 – 10.10.2019
    • Hlín Gunnarsdóttir varamaður

Stjórn Skaftfells

  • Anna Eyjólfsdóttir
    • Erling Jóhannesson varamaður

Fagráð Íslandsstofu

  • Erling Jóhannesson

List án landamæra

  • Margrét Pétursdóttir – tók við af Eddu Björgvinsdóttur á miðju sumri 2019

Listráð Hörpu

  • Ásmundur Jónsson

Umsagnarnefnd vegna heiðurslauna Alþingis

  • Páll Baldvin Baldvinsson 10.2017
    • Þórunn Gréta Sigurðardóttir varamaður

Höfundarréttarráð

  • Erling Jóhannesson 08.2018 – 01.08.2022

Sérfræðinganefnd KKN

  • Signý Pálsdóttir (verkefni) 2017 – jan. 2020
  • Sigtryggur Magnason (ferðastyrkir) 2017 – jan. 2020

Stjórn Barnamenningarsjóðs

  • Áslaug Jónsdóttir
    • Erling Jóhannesson, varamaður

Starfshópur um málverkafalsanir

  • Jón B. Kjartanss. Ransu 2014
    • Kolbrún Halldórsdóttir varamaður

Samstarfshópur um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

  • Erling Jóhannesson

„List fyrir alla“ – Samráðshópur

  • Hildur Steinþórsdóttir
  • Davíð Stefánsson

„List fyrir alla“ – Valnefnd

  • Agnes Wild vor 2017
  • Áslaug Jónsdóttir
  • Benedikt Hermannsson, varamaður

Austurbrú – fagráð menningar

  • Tinna Guðmundsdóttir. okt 2018.

Starfshópur mmrn um starfsemi miðstöðva listgreina og hönnunar

  • Kolbrún Halldórsdóttir 2017

Menningarsjóður Guðjóns Samúelssonar

  • Erling Jóhannesson

Nordisk kunstnerrad

  • Erling Jóhannesson

Samstarfið við stjórnvöld

Samtal Bandalags íslenskra listamanna við ráðuneyti Menningarmála fór nokkuð brösulega af stað í byrjun árs. Helgaðist það af ýmsu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var nýtekin við og greinilegt að að margir enda voru óhnýttir í upphafi, auk þess sem mikið álag var á ráðuneytinu vegna stöðu grunnskólakennara. Fyrsti fundur með embættismönnum ráðuneytisins náðist ekki fyrr en í lok mars. Á þeim fundi var gengið eftir frágangi samnings við BÍL, sem hafði staðið óendurnýjaður frá jan. 2017 en samnignurinn lá tilbúinn, en ósamþykktur í fjármálaráðuneyti. Á þessum fundi var ákveðið að fresta afgreiðslu samráðsfundar ráðuneytisins og stefna frekar á samtal og þátttöku ráðuneytisins í Listþingi á haustmánuðum, var það í samræmi við málflutning innan stjórnar BÍL um að þrengja baráttumál bandalagsins og einbeita sér að samtali við ráðuneytið um launasjóðin og starfskjör greinarinnar. Ráðuneytið hét því að ganga frá samningnum við BÍL eins fljótt og auðið væri. Ráðuneytið bar fyrir sig nýjum lögum um opinber fjármál sem væru að valda þessu töfum á samningi. Samningurinn var svo tilbúin til undirritunar á á Listþinginu en Ráðuneytið hóf engu að síður að greiða út samkvæmt óundirrituðum samningi fyrr.

Barnamenningarsjóður

Barnamenningarsjóður var stofnaður með lúðrablæstri á Þingvöllum í sumar, og hafa menn oft blásið í lúðra af minna tilefni en. Barnamenningarsjóður er hýstur í forsætisráðuneytinu og á BÍL fulltrúa í stjórn hans og hefur tekið þátt í mótun verklagsreglna sjóðsins. Sjóðurinn er stofnaður og fjármagnaður til fimm ára, en vonandi er þetta bara upphafið af myndarlegu og farsælu barnamenningarstarfi sem verði langlíft, en ljúki ekki bara í átaks lok.

Listþing

Var haldið laugardaginn 24.november. Í upphafi var stefnt að því að hafa það í kring um 90 ára afmæli BÍL sem var í september. En vegna dráttar á samningum við Menningar- og menntamálaráðuneytið frestaðist þetta fram úr hófi og var ekki haldið fyrr en 24. November. Uppleggið á þinginu var að safna í sarp hugmyndum listamanna um starfslaunin og verkefnasjóðina. Fámennt var á þinginu um fjörtíu mans skráðir og misvel mætt eftir greinum. Verið er að fylla upp í þau göt í eftirvinnlsu þingsins svo við getum kortlagt kröfur okkar og byggt undir samtali við hið opinbera. Það er afgerandi samhljómur meðal listamanna að starfslaunaumhverfið sé komið að þolmörkum og verulega þurfi að gefa í. Eins og fyrr segir voru starfsmenn ráðuneytisins þátttakendur í þinginu. Fyrir liggur að draga saman niðurstöðu þessara gagna og vonandi verða þau okkur vopn í baráttunni fyrir bættu umhverfi listamanna.

Samráðsgáttin og umsagnir.

BÍL veitti umsögn um alls 10 þingmál, frumvörp til laga og þingsályktanir á árinu. Starfsárið hófst á rýni á fjármáláætlun ríkisstjórnarinnar sem leggja þarf fram samkvæmt lögum um opinber fjármál. Erfitt er að greina fjármálaáætlun því hún tekur bara til stóru myndarinnar, en tækifærið er engu að síður gott til að brýna áherslumálin og BÍL lagði mesta áherslu á aukið fjármagn til starfslauna- og verkefnasjóða í gagnrýni sinni. Í kjölfarið fékk forseti fundi bæði með Allsherjarnefnd og menntamálanefnd og Efnahagsnefnd. Þar sem fékkst góður timi til að fara yfir stöðuna í starfsumhvefi listamanna. Vonast er til að framhald verði á þessu samtali í kjölfar nýrrar umsagnar um fjárlög 2019 og tilvonandi fjármálaáætlunar sem von er á með vorinu.

Stærsta umsögni BÍL er að sjálfsögðu umsögn þess um fjárlagafrumvarpið 2019 og í anda gagnrýni BÍL á fjármálaáætlunina var mest áhersla lögða á starfskjörin og Þetta hefur verið rauður þráðurinn í gegn um allan málflutning Bandalagsins við hið opinbera á árinu að veik staða launasjóðakerfisins sé orðin grafalvarleg. Umfram það var gerð alvarleg athugasemd við niðurskurð sem birtist í frumvarpinu til einstakra liða eins og ÍD og myndskreytingasjóð sem bókstaflega er núllaður eftir gríðarlega varnarbaráttu frá hruni. Umsögn BÍL um fjárlögin er aðgengileg á heimasíðu bandalagsins.

Varðandi samráðsgáttinina þá hefur hún að mörgu leyti verið nytsamleg til að fylgjast með og vakta frumvörp og þingmál sem ekki er óskað beinlínis eftir umsögnum, en það hefur borið við að þangað rata frumvörp sem engan vegin eru kominn á þann stað að vera umsagnarhæf. Samráðsgáttin er ekki fyrirkomulag sem getur samið frumvörp, það getur í besta falli sniðið smávægilega galla af frumvörpum, Á fundi forseta með Alsherjarnefnd var því komið á framfæri að þetta væri full verkfræðileg nálgun á samtali og oft ekki sýnilegt hvernig frumvörpin væru samin og af hverjum eða hvaða þekking lægi til grundavallar, augljósasta dæmið er sviðslistalögin sem hafnað var bókstaflega í heild sinni.

Lýsa fundur fólksins

BÍL tók þátt í Lýsu fundi fólksins á Akureyri á haustdögum. Bandalagið fór norður og Gjörningaklúbburinn flutti samstarfi við Listarsafn Akyreyrar gjörninginn AquaMaría og í kjölfarið voru umræður um listina, með þatttöku Fulltrúa listamanna, þingmans og forstjóra Listasafns Akureyrar. Samtal á forsendum listarinnar um listina. BÍL mun endurskoða þátttöku sína í þessum viðburði fyrir næstu umferð.

Reykjavíkurborg

Áætluðum samráðsfundi Reykjavíkurborgar og BÍL sem var samkvæmt hefð á daskrá á vormánuðum var frestað fram á haust af þeirri einföldu ástæðu að hann hefði annars verið nánast beint ofan í sveitastjórnarkosningar. Fundurinn var á nokkuð jákvæðum nótum og komust margar athugasemdir til skila, s.s. athugasemdir um skort á minni tónleikastöðum, rekstur Hörpunar og hversu íþyngjandi hann er tónlistarmönnum. Grunnmenntun í Dansi sem en er óleyst mál á milli sveitastjórna og ríkis og var biðlað til Boraginnar að höggva á þann hnút. Nýr meirihluti tók við í Borginni og nokkur uppstokkun var í stjórnsýslu menningarmála. Hið gamla menningar- og ferðamálaráð var lagt niður en í staðin tekið upp menningar- íþrótta- og tómstundaráð. Fundum fækkað og áheyrnarfulltrúum BÍL fækkað í einn. BÍL mótmælti þessu formlega. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur Borgin haldið sig almennt við ferla í ákvörðunartökum á menningarsviðinu, sem að stórum hluta hafa verið mótaðir af samtali við listamenn. Ekki er hægt að merkja á samkiptum annað en vilja Borgarinnar til halda sínu striki og þiggja ráðgjöf sérfræði þekkingar BÍL í list og menningaruppbyggingu Borgarinnar. Enda listsköpun og menning helsta vörumekri hennar. Nýr samstarfssamningur við Borgina liggur nú á borðinu til undirskriftar.

Íslandsstofa

BÍL á fulltrúa í fagráði skapandi greina Íslandsstofu, enþá. Enginn veit hver afdrif þess verða í nýju fyrirkomulagi Íslandsstofu. Í fagráðinu sitja félagar okkar í kynningarmiðstöðvunum og eru Íslandsstofu til ráðgjafar um menningartengda hluti í sjálfsmynd þjóðarinnar. Með breyttu fyrirkomulagi er ekki vitað um afdrif skapandi greina í þessu umhverfi, en BÍL hefur gert kröfu um að eiga fulltrúa í hinu nýja viðskiptaráði íslandsstofu. Meðan listin á ekki stól við þetta borð munu okkur ekki takast að gera listina og skapandi greinar að einum af frumþáttunum í kynningu og sjálfsmynd landsins út á við. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að opinbera fulltrúar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en Utanríkisráðuneytið brást vel við og hefur þegar útnefnt tvo í ráðið úr hópi skapandi greina.

Alþjóðlegt samstarf

Einn fundur var haldin í Osló á vegum norrænu samtaka listamanna. Megin áhyggjuefni norræanna kollega okkar er nokkuð agressivur niðurskurður til menningarmál í bæði Danmörku og Svíþjóð. Það hangir saman við pólitíska hugmyndafræði og menningin virðist eiga undir högg að sækja, alvarlegur niðurskurður á stofnunum og fjármagni til starfsemi. Á vormánuðum barst BÍL erindi um þátttöku í samnorrænu verkefni undir forystu Dansk kunstnerrad sem ber heitið “Nordiske kunstnere med flerkulturel baggrund” Eftir nokkuð brokkgenga byrjun þar sem BÍL þurfti að gera athugasemdir við samtal DK við ráðuneyti menningarmála á Íslandi framhjá BÍL var þessu verkefni landað og Hlín Behrens stjórnar Íslenska hluta verkefnisisn. Circolo Scandinavo, sem BÍL á aðkomu að í gegn um norrænu samtök listamanna, hefur átt í nokkurum fjárhagsvandræðum og verið í herferð til að tryggja áframhaldandi rekstur þessa merkilag og sögufræga húss í Róm. Kolbrún Halldórsdóttir hefur verið fulltrúi Nordisk kunstnerrad í stjórn en lætur nú af störfum, sem fulltrúi þess og ráðið hefur tilnefnt Miu Törnkvist frá Svíþjóð í hennar stað. Kolbrún hefur þó ekki sagt skilið við Sircolo og býður sig fram til almennrar stjórnarsetu, þar sem reynsla hennar af þessu starfi mun nýtast vel og tengja okkur hérna á Íslandi áfram við þetta sögufræga hús.

Sameining kynningarmiðstöðva

Skömmu fyrir jól boðaði Mennta- og menningarmálaráðherra til kynningarfundar á starfi nefndar um sameiningu kynningarmiðstöðva. Forseti var boðaður á þann fund sem fulltrúi BÍL. Fulltrúi BÍL í nefndinni sem situr þar á grundvelli skipunarbréfs frá ráðherra, var ekki boðaður, svo það er ekki hægt annað en gera alvarlegar athugasemdir við það.

Í ljós kom á fundinum að tillögurnar voru ansi umfangsmeiri en lagt var upp með, því eðlilegt að forseti sé boðaður á kynninguna. Ráðherra kynnt hugmyndir sínar um stofnun menningarmiðstöðvar, einhverskona stofnun í stjórnsýslunni til þess að styrkja stjórnsýslulega stöðu listarinnarog lagði ráðherra til að stofnaður yrði starfshópur til að útfæra hugmyndirnar betur

BÍL sendi inn umsögn um það strax 4. janúar og í grunnin er BÍL nokkuð jákvætt gagnvart þessari vinnu enda verið baráttu mál BÍL til margra ára að sérstök stjórnsýsla sé næsta skref í uppbyggingu umhverfisins. Listin muni ekki ná póltiskri stöðu fyrr og við fetum okkur í áttina að stöfnun sérstaks ráðuneytis lista og menningar og á meðan það er of stór biti að kyngja fyrir ráðamenn er skynsamlegt að kjarna srjórnsýsluna með þessum hætti.

Formlegt svar eða viðbragð barst ekki úr ráðuneytinu vegna umsagnarinnar. Nefndin hefur verið skipuð og formlega upplýst um hverjir sætu í henni í þessari viku. sitja þrír fulltrúar miðstöðva og tveir frá ráðuneyti. Þegar þessi skýrsla er skrifuð er BÍL að bregðast við þessu.

Þegar BÍL sendir inn sína umsögn taldi það að sjálfgefið væri að þessi vinna yrði opnuð og umhverfið allt myndi koma að borðinu, þar sem tillögurnar ná langt út fyrir starfssvið kynningarmiðstöðva, að halda þessari vinnu áfram á forsendum þeirra eru gríðarleg vonbryggði, Svona vinna felur í sér mikla breytinga á starfsumhverfi og er mjög stefnumótandi, því verður það fólk sem valið er til þessarar vinnu að endurspegla breiðara útsýni en næst út um þennan þrönga glugga kynningarmiðstöðva. Þetta mál ratar allt inn í þessa skýrslu þar sem það á upphaf sitt á síðasta ári en er í rauninni að gerast þessa dagana.

Samstarfsyfirlýsing við Kína

Þann 1. Júní undirrtitaði BÍL samning um samstarf við CLFAC (China federation of liberty and art circles) samningurinn var undirritaður í Snorrabúð tónleikasal Söngskólans í Reykjavík. Samningurinn felur í sér viljayfirlýsingu um samstarf listamanna þjóðana og að samtökin greiði fyrir þeirri samvinnu.

Lokaorð

Við erum að ljúka nokkuð merkilegu ári, listamenn okkar hafa margi hverjir verið að blómstra og uppskera alþjólega í nánast öllum greinum. Tónlist, flutningi og tónsmíðum. Myndlist, leikhúsi, skáldskap og kvikmyndum. Varla hefur liðið vika án þess að okkur hafi borist fréttir af velgengni og verðlunum kollega okkkar í öllum greinum. En þetta gerðist ekki á einni nóttu og ekki í tómarúmi. Við erum að uppskera, eignast kynslóð vel menntaðra listamann sem hafa alist upp við sterkar fyrirmyndir, sjálfsagt og eðlilegt samtal á milli listgreina, kynslóða, samtímalistar sem og klassískra greina. Þetta er árangur uppbyggingar, Velgnegni þessara einstaklingar er hluti af breiðu og sterku samfélagi listamanna og til þess að við höldum áfram að uppskera þurfum við að rækta þann garð, garð frumsköpunar, þekkingar í list og verkgreinum.

Forseti er að ljúka sínu fyrsta ári og í upphafi skal það viðurkennt að hann hefur gefið umræðunni soldið lausann tauminn í þeim tilgangi að finna hvar hitinn er mestur og eins og fram kemur svo oft hér að ofan snýr það að launasjóðunum og kjörum. Það er því forgangsatriði og það er líka óaðskiljanlegur og líklega einn þýðingarmesti þátturinn í þessu umhverfi sem ég tala hér um að ofan. Starfslaunin eru til þess gerð hægt sé að sinna frumsköpuninn tryggja að listamenn séu úti á akrinum að yrkja. Það er ástæða til að nefna þetta í þessum lokaorðum því það má allveg merkja tilhneigingu stjórnvalda til að stýra fjármagni inn í greinina ofar í fæðukeðjunni inn í þá þætti sem tilheyra markaðshlutanum og vonast til þess að ágóðinn seytli niður til listamanna. Þetta er kanski tíðarandi stjórnmálann eða kann að vera afleiðing af því að orðræða skapandi greina nær betur til stjórnmálamanna, með fullri virðingu fyrir því ágæta hugtaki. Að fjármagn sett inn í kynningar og útgáfur skili brauðmolum niður í svörðinn. Við þurfum að styrkja orðræðuna um listina við meigum ekki tapa því tungumáli, en gróðurinn sprettu upp og því þarf að yrka í svörðinn. Annars munu komandi kynslóðir ekki taka á móti verðlaunum.

 

Við verðum að rækta garðinn okkar.